Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 94

Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 94
Ávarp formanns Skógræktarfélags íslands, Huldu Valtýsdóttur: Hún ræddi um 60 ára afmæli S.í. um þessar mundir. Það var stofnað á Þingvöll- um 27. júlí 1930 í tengslum við Alþingishátíðina. Þau tengsl eru vel við hæfi vegna tengsla skógræktarhugsjónarinnar við sjálfstæðishugsjónirnar. Skógræktarfélag íslands á merka sögu. Hulda minntist brautryðjendanna og þakkaði þeim gott starf og eljusemi. Hún talaði um starfið á afmælisár- inu, Átak um landgræðsluskóga 1990, sem Skógræktarfélagið stendur að í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðar- ráðuneytið. Hún nefndi höfðinglega gjöf Ólafíu Jónsdóttur, sjö og hálfa milljón króna, til Skógræktarfélags íslands á síðasta ári. Hún bað fundar- menn að rísa úr sætum og óska Skógræktarfélagi íslands alls góðs í fram- tíðinni með ferföldu húrrahrópi. Ávarp formanns Skógræktarfélags Árnesinga, Kjartans Ólafssonar: Hann þakkaði það traust, sem Skógræktarfélagi Árnesinga væri sýnt, með því að fela því að halda afmælisfundinn og óskaði þess að fundarmenn ættu góða daga á Flúðum. Ávarp skógræktarstjóra, Jóns Loftssonar: Hann færði S.f. hugheilar afmælisóskir. Sagði frá flutningi aðalskrifstofu austurá Egilsstaði og þeim mannaskiptum, sem þá urðu. Hann skýrði frá því að ágreiningur hefði ver- ið um skipulagsmál vegna Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá, sem endaði með að hluti starfsmanna sagði upp starfi. Eftir hádegisverð héit Arnór Snorrason fróðlegt erindi um skipulag skóg- ræktar, sagði frá skipulagi, sýndi uppdrætti og kort og gerði grein fyrir hvernig skógræktarfélög gætu á þann hátt náð fram markmiðum sínum. Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar, talaði um evrópska garðrækt á íslandi, t.d. Simsonsgarð á ísafirði. Hlutur af sölu plastpoka hefur runnið til Landverndar og hefur verið úthiutað styrkjum til áhugamannafélaga um landvernd ýmiss konar og einstakra verkefna, og hafa 6,3 miilj. farið til skógræktarfélaga. Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri S.í. taldi að starfsmaður félagsins gæti skráð eldri skóga á ferðum sínum um landið. Arnór svaraði ádeilum um pappírsflóð. Hann áleit ágóðann af hagræð- ingu það mikinn, að hann borgaði meira en pappírskostnaðinn. Hulda Valtýsdóttir lýsti störfum nefndar um landgræðsluskóga en mark- miðið var að gróðursetja 1,5 milljón plantna umfram það sem tíðkast hefur. 2. júlí voru 41 milljón kr. komnar inn, þar af 26 millj. gjafir. Vina- skóginn á Kárastöðum taldi hún ánægjulegan viðbótarreit við skógrækt á Þingvöllum. Margrét Guðjónsdóttir \ Dalsmynni kom til ísafjarðar á aðalfundinn í fyrra og hitti þar gott fólk og ekki þrasgjarnt. Ekki vildi hún hlusta á úrtölur og tai um að bíða og sjá til. Við yrðum að planta á meðan andinn er vírkur. Síðan flutti hún eftirfarandi kvæði: Skógræktarmenn funda á Flúðum flytja af djörfung hugðarmál. Á hörku, kjark og hreysti trúðum hreyfum nú við þjóðarsál. Mér finnst ég vorsins fögnuð finna fyllist hjartað Ijúfri þrá. Við gróðrarstörf er gott að vinna grisja, planta, vökva og sá. 84 SKÓGRÆKTARRITiÐ 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.