Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 20

Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 20
þá meira eða minna greið leið um hafið fyrir norðan Síberíu. Mest er útbreiðsla íssins á vorin í aprílmánuði (mynd 12). Árið 1971 lýstu þeir Sæter, Ronhovde og Allen stefnu ísreksins frá Ber- ingssundi norður um Pólhafið og síðan suður með austurströnd Græn- lands (Arlis II). Ferðir mannaðra athugunarstöðva gefa vísbendingu um árlegar hreyfingar íssins á hinum ýmsu hafíssvæðum. Víða er rekhraðinn frá 400 til 1000 km á ári (mynd 12). Rekísinn þykknar með árunum eftir því sem líður á rektímann og smám saman nær hann svo mikilli þykkt, að minnt getur á borgarís. Norður- íshafið er á þessum slóðum svo djúpt, að hvergi getur ísinn orðið botn- fastur. Árið 1989 skýrir Herman í bók sinni „Norður-íshafið" frá mörgum ferðum á kjarnorkuknúnum kafbátum undir ísinn fyrir norðan Kanada, Grænland og Svalbarða og síðan gegnum Beringssund (mynd 13). Yfirborðs- og djúpstraumar sjávarins eru ekki hinir sömu, stafar þetta bæði af dýptinni sjálfri og landslagi sjávarbotnsins. Fyrir norðan Síberíu er grunnsævi, víðast 40-60 m dýpi. Mörk 200 m dýptarlínunnar eru sýnd á mynd 15. Þar fyrir norðan er Norðurhafið djúpt. Stór hafsvæði ná 4000 m dýpi eða meira. Hæðarhryggur er skammt frá Norðurheimskautinu, en þar er dýpið tæplega 2000 m. Yfirborðsstraumar ráða mestu um ísrekið, og á það að sjálfsögðu einnig við um rekaviðinn. Golfstraumurinn fer norðaustur um Atlantshaf, með- fram Noregsströndum og inn í Barentshaf. Vatnsmassar stórfljótanna í Síberíu valda norðaustlægum straumum nærri ströndunum, sem ná að lokum aðalstraumnum úr Beringssundi. Hann fer svo um Norðurheim- skautið til suðurs milli Svaibarða og Grænlands. Árið 1942 reyndu þeir Sverdrup, Johnson og Flemming að lýsa inn- og útstreymi í Norður-fshafið. Tafla 7 INN- OG ÚTSTREYMI í NORÐUR-ISHAFIÐ. Innstreymi norðvesturaf Skotlandi 3,0 milljón m3/sek. Inflow northwest ofScotland 3,0 million m3/sec. Innstreymi um Beringssund 0,3 milljón m3/sek. Inflow through Bering Strait 0,3 million mVsec. Aðstreymi úrám 0,16 milljón m3/sek. Inflow from rivers 0,16 million m3/sec. Viðbót vegna úrkomu 0,09 milljón m3/sek. Excess precipitation 0,09 million m3/sec. Innstreymi + aðstreymi úrám + úrkoma 3,55 milljón m3/sek. Inflow and addition offresh water 3,53 million m3/sec. Útstreymi um Grænlandssund 3,55 milljón m3/sek. Outflow through Denmark Strait 3,55 million m3/sec. Selta hafstraumanna, sem fara norður Atlantshafið, er 35,3%o, en selta sjávarins, sem streymir inn um Beringssund, er 32,0%o. Vegna grunnsævisins við strendur Norður-Síberíu og þess vatnsmagns, sem stórfljótin þar flytja til sjávar, er seltan þar aðeins örfá %o. Hún eykst 18 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.