Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 20
þá meira eða minna greið leið um hafið fyrir norðan Síberíu. Mest er
útbreiðsla íssins á vorin í aprílmánuði (mynd 12).
Árið 1971 lýstu þeir Sæter, Ronhovde og Allen stefnu ísreksins frá Ber-
ingssundi norður um Pólhafið og síðan suður með austurströnd Græn-
lands (Arlis II). Ferðir mannaðra athugunarstöðva gefa vísbendingu um
árlegar hreyfingar íssins á hinum ýmsu hafíssvæðum. Víða er rekhraðinn
frá 400 til 1000 km á ári (mynd 12).
Rekísinn þykknar með árunum eftir því sem líður á rektímann og smám
saman nær hann svo mikilli þykkt, að minnt getur á borgarís. Norður-
íshafið er á þessum slóðum svo djúpt, að hvergi getur ísinn orðið botn-
fastur. Árið 1989 skýrir Herman í bók sinni „Norður-íshafið" frá mörgum
ferðum á kjarnorkuknúnum kafbátum undir ísinn fyrir norðan Kanada,
Grænland og Svalbarða og síðan gegnum Beringssund (mynd 13).
Yfirborðs- og djúpstraumar sjávarins eru ekki hinir sömu, stafar þetta
bæði af dýptinni sjálfri og landslagi sjávarbotnsins.
Fyrir norðan Síberíu er grunnsævi, víðast 40-60 m dýpi. Mörk 200 m
dýptarlínunnar eru sýnd á mynd 15. Þar fyrir norðan er Norðurhafið djúpt.
Stór hafsvæði ná 4000 m dýpi eða meira. Hæðarhryggur er skammt frá
Norðurheimskautinu, en þar er dýpið tæplega 2000 m.
Yfirborðsstraumar ráða mestu um ísrekið, og á það að sjálfsögðu einnig
við um rekaviðinn. Golfstraumurinn fer norðaustur um Atlantshaf, með-
fram Noregsströndum og inn í Barentshaf. Vatnsmassar stórfljótanna í
Síberíu valda norðaustlægum straumum nærri ströndunum, sem ná að
lokum aðalstraumnum úr Beringssundi. Hann fer svo um Norðurheim-
skautið til suðurs milli Svaibarða og Grænlands.
Árið 1942 reyndu þeir Sverdrup, Johnson og Flemming að lýsa inn- og
útstreymi í Norður-fshafið.
Tafla 7
INN- OG ÚTSTREYMI í NORÐUR-ISHAFIÐ.
Innstreymi norðvesturaf Skotlandi 3,0 milljón m3/sek.
Inflow northwest ofScotland 3,0 million m3/sec.
Innstreymi um Beringssund 0,3 milljón m3/sek.
Inflow through Bering Strait 0,3 million mVsec.
Aðstreymi úrám 0,16 milljón m3/sek.
Inflow from rivers 0,16 million m3/sec.
Viðbót vegna úrkomu 0,09 milljón m3/sek.
Excess precipitation 0,09 million m3/sec.
Innstreymi + aðstreymi úrám + úrkoma 3,55 milljón m3/sek.
Inflow and addition offresh water 3,53 million m3/sec.
Útstreymi um Grænlandssund 3,55 milljón m3/sek.
Outflow through Denmark Strait 3,55 million m3/sec.
Selta hafstraumanna, sem fara norður Atlantshafið, er 35,3%o, en selta
sjávarins, sem streymir inn um Beringssund, er 32,0%o.
Vegna grunnsævisins við strendur Norður-Síberíu og þess vatnsmagns,
sem stórfljótin þar flytja til sjávar, er seltan þar aðeins örfá %o. Hún eykst
18
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991