Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 43

Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 43
Hægt er að flokka ræktun sumarbústaðarlandsins í þrjá flokka; Iand- græðslu, skógrækt og trjárækt. Landgræðsla: Hefta þarf uppblástur og er það hægt með margvíslegum aðgerðum, s.s. með notkun á lúpínu og grasfræi, einnig hafa á síðari árum verið gerðar tilraunir í smáum stíl með sjálfgræðslu lands og þá með íslenskum tegundum; ilmbjörk og baunagrasi. Skógrækt: í gróið land er hægt að planta skógræktarplöntum, stinga stikl- ingum og sá trjáfræi. Trjárækt: í nágrenni við bústaðinn má síðan planta trjám og stunda trjárækt. Þar er hægt að planta tegundum sem minna mega sín í baráttu við veðurguðina. Sumarbústaðareigandinn getur haft í huga að stunda eina eða allar af þessum ræktunarleiðum, en það breytir ekki því að nauðsynlegt er fyrir hann að skipuleggja sumarbústaðarlandið þannig að ekki fari allur tíminn í að færa til plöntur eða fást við rangar plöntutegundir í erfiðri baráttu. Landeigandinn þarf í upphafi að skoða Iandið sitt, virða fyrir sér þann gróður, sem þar er og ákveða út frá honum hvaða svæði hann ætlar að taka til ræktunar. En hafa þarf það í huga að með útplöntun og notkun áburðar breytist það gróðursamfélag, sem fyrir er. Eigandinn velur ákveðin land- svæði til ræktunar og hvaða tegundir hann ætlar að vinna með og hve fljótt hann vill sjá árangur. En árangur er að miklu kominn undir góðum undirbúningi, réttu tegundavali og plöntustærð við útplöntun. Bestan árangur er hægt að fá ef plantað er í afmörkuð svæði og myndað er skjól fyrir plönturnar fyrstu árin. Lokaorð Fyrir Iandeiganda, sem leigir eða selur lóðaspildur úr jörð sinni og okkur öll, sem eigum að erfa þetta land, verður að hafa hugfast að sú ákvörðun, að skipta landi upp í sumarbústaðasvæði, erákvörðun tekin til lengri tíma en svarar lífsskeiði eins sumarbústaðar eða eins mannsaldurs. Því þarf að huga vel að skipulagi áður en hafist er handa við uppbygg- ingu. Byggðin ætti að rísa í áður skipulögðum hverfum, í sveitarfélögum, sem hafa unnið skipulag og valið til þess landsvæði, sem hentar undir sumarbústaðabyggð. Sjá þarf til þess að vernda fágæt náttúrusvæði, vatns- bakka, birkiskóga eða útivistarsvæði. Náttúran og landslagið eiga að leika aðalhlutverkið í skipulagsvinnunni og uppbyggingu svæðisins. Mikið af sumarbústaðasvæðum, sem byggst hafa hingað til, hafa verið staðsett í íslenskum birkiskógum á þeim svæðum, þar sem íslenskt gróð- ursamfélag er hvað ríkast. Islenskir birkiskógar þekja nú aðeins um 1% af flatarmáli landsins og því ætti að forðast að ganga frekar á þá, en nýta þess í stað önnur svæði, sem oft og tíðum eru betur til ræktunar fallin en birkiskógarnir. Þar með er unnið að stækkun skóglendis landsins. Ekkert er því til fyrirstöðu að hugsa sér skógræktarsvæði dagsins í dag sem byggðarsvæði morgundagsins, þannig að komandi kynslóð sumar- bústaðabyggjenda hefði möguleika á að eignast lóðarspildu, þar sem plantað hefur verið skógi. í stað útplöntunar þurfi að hefjast handa við skógarhögg, þegar verið er að staðsetja bústaðinn og koma fyrir sólpalli og nestislaut. ímynd okkar af sumarbústaðalandinu og þeirri paradís, sem það á að vera verður að veruleika sem skógi klætt land og gróðursælar brekkur með litskrúðugum vallendisblómum. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.