Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 60
Haukadalur 1960.
Vorið 1961 var sitkagreni og stafafura gróðursett í eða við plógstrengina
í þessari fyrstu plægingu fyrir gróðursetningu með skerpiplóg á íslandi.
Fyrstu myndina tók ég 22. október 1969, aðra myndina 15. september
1978 nokkurn veginn í sömu stefnu og hina fyrstu. Á henni sjást þeir Garð-
ar Jónsson (t.v.) og Hákon Bjarnason (t.h.). Þriðja myndin er svo tekin 14.
september 1985 úr annarri átt og sýnir hún mætavel hinn stolta lund, sem
vaxinn er upp þarna.
Mjóanes 1973.
Árið 1965 hófst gróðursetning á skóglausu landi í Mjóanesi í Valla-
hreppi, Fljótsdalshéraði, sem Stefán bóndi Eyjólfsson hafði afhent Skóg-
rækt ríkisins til afnota nokkru áður. Þarna var mikið af þurru valllendi, sem
einkenndist af holtasóley og þursaskeggi. Mjög auðvelt reyndist að gróður-
setja í þetta land með bjúgskóflu og var nær eingöngu plantað lerki, sem
tók furðufljótt við sér. Talsvert var þó af hálfgrónum melum, sem voru svo
grýttir, að ógerlegt reyndist að planta í þá með bjúgskóflu. Ég velti talsvert
fyrir mér, hvernig helst mætti planta í þá á fljótlegri hátt en með haka (sem
auðvitað hefði verið hægt). Sumarið 1973 gerði ég smátilraun með að
plægja slíkan mel með litlum plóg, sem dreginn var af venjulegri dráttar-
véi. Einhvern fyrsta daginn í júlí lét ég svo gróðursetja lerki í plógstreng-
ina.
Hinn 7. júlí 1973 kom Hákon Bjarnason skógræktarstjóri á þennan stað
ásamt skógræktarstjórum hinna Norðurlandanna. Þá tók hann mynd þá,
sem hér er sýnd fyrst, og stend ég þarna í einu plógfarinu. Ef myndin
prentast vel, má greina lerkiplönturnar í plógstrengjunum hægra megin.
Vart þarf að taka fram, að lerkiplönturnar komu ágætlega til, enda þótt all-
þurrt væri næstu vikurnar.
58
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991