Skógræktarritið - 15.12.1991, Page 33
PÁLL BERGÞÓRSSON
Hlutur íslands í verndun skóga
Leikur að tölum
Það kann að þykja yfirlæti og fjarstæða að ímynda sér, að íslendingar
geti látið svo til sín taka á sviði skógræktar að orðið gæti til fyrir-
myndar um víða veröld.
Margir munu svara því til, að við séum ekki nema 1/20000 af mannkyn-
inu, 0,005 hundraðshlutar. í öðru lagi að ísland sé á mörkum þess að jafn-
vel harðgerðustu trjátegundir haldi hér velli. Hvort tveggja er satt og rétt.
En á hitt má líka benda, að atorka 250.000 fslendinga þarf síst að vera
minni en hvers annars 250.000 manna hóps í safni þjóðanna og það er hinn
sanngjarni samanburður. Sama má segja um ábyrgð okkar á lífríki jarðar.
Og þó að trén okkar séu æði lágvaxin í samanburði við risa frumskóganna,
þá er þekjan af laufi á flatareiningu í íslenskum skógi ekki að sama skapi
minni en í skógum heitu landanna. Við getum þess vegna verið jafnstolt
og fólkið í hlýrri Iöndum af hverjum lundi nýrra skóga og hverjum bletti
sem verndaður er fyrir skógareyðingu.
Skógareyðing á jörðinni
Skóglendi jarðar hefur farið hraðminnkandi síðustu áratugi. Talið er að
fyrir 8000 árum hafi það náð yfir 6 milljarða hektara, en sé nú ekki nema
4 milljarðar, og eyðingin á ári sé nú 12 milljónir hektara. Með sama áfram-
haldi verða allir skógar horfnir eftir rúmlega 300 ár. Eyðingin er sem sagt
meiri árlega en nemur stærð íslands, sem er 10,3 milljónir hektara. Þessu
veldur bæði gegndarlaust skógarhögg og skógarbrunar. Einkum er ástand-
ið geigvænlegt 1 Brasilíu, Indónesíu og víðar í frumskógabeltinu. Af þessu
hafa menn miklar áhyggjur. Það er hörmulegt að svo miklar auðlindir skuli
fara forgörðum með öllu sínu dýralífi og gróðri. Önnur afleiðing er að
ógrynni af koltvísýringi, sem hefur verið bundinn í timbrinu, rýkur út í loft-
ið af þessum sökum og bætist við þá mengun sem veldur að öllum líkind-
um mikilli röskun á loftslagi. Tólf milljónir hektara af skógi geyma í sér 250
milljónir tonna af kolefni sem losnar úr læðingi við bruna og myndar kol-
tvísýring, sem bætist við andrúmsloftið. Sumir telja, að eiginlegir hitabelt-
isskógar eyðist um 1,8% á ári, en það samsvarar því að þeir endist aðeins
í 50-60 ár. Til þess að bæta úr þessu eru margs konar aðgerðir nauðsyn-
legar. En augljóslega er að minnsta kosti þörf á að planta árlega trjám í
jafnstór svæði og þau sem eru höggvin og brennd, 12 millj. hektara. Með
því binst koltvísýringurinn smám saman aftur 1 trjágróðri. Helst skyldi það
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
31