Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 33

Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 33
PÁLL BERGÞÓRSSON Hlutur íslands í verndun skóga Leikur að tölum Það kann að þykja yfirlæti og fjarstæða að ímynda sér, að íslendingar geti látið svo til sín taka á sviði skógræktar að orðið gæti til fyrir- myndar um víða veröld. Margir munu svara því til, að við séum ekki nema 1/20000 af mannkyn- inu, 0,005 hundraðshlutar. í öðru lagi að ísland sé á mörkum þess að jafn- vel harðgerðustu trjátegundir haldi hér velli. Hvort tveggja er satt og rétt. En á hitt má líka benda, að atorka 250.000 fslendinga þarf síst að vera minni en hvers annars 250.000 manna hóps í safni þjóðanna og það er hinn sanngjarni samanburður. Sama má segja um ábyrgð okkar á lífríki jarðar. Og þó að trén okkar séu æði lágvaxin í samanburði við risa frumskóganna, þá er þekjan af laufi á flatareiningu í íslenskum skógi ekki að sama skapi minni en í skógum heitu landanna. Við getum þess vegna verið jafnstolt og fólkið í hlýrri Iöndum af hverjum lundi nýrra skóga og hverjum bletti sem verndaður er fyrir skógareyðingu. Skógareyðing á jörðinni Skóglendi jarðar hefur farið hraðminnkandi síðustu áratugi. Talið er að fyrir 8000 árum hafi það náð yfir 6 milljarða hektara, en sé nú ekki nema 4 milljarðar, og eyðingin á ári sé nú 12 milljónir hektara. Með sama áfram- haldi verða allir skógar horfnir eftir rúmlega 300 ár. Eyðingin er sem sagt meiri árlega en nemur stærð íslands, sem er 10,3 milljónir hektara. Þessu veldur bæði gegndarlaust skógarhögg og skógarbrunar. Einkum er ástand- ið geigvænlegt 1 Brasilíu, Indónesíu og víðar í frumskógabeltinu. Af þessu hafa menn miklar áhyggjur. Það er hörmulegt að svo miklar auðlindir skuli fara forgörðum með öllu sínu dýralífi og gróðri. Önnur afleiðing er að ógrynni af koltvísýringi, sem hefur verið bundinn í timbrinu, rýkur út í loft- ið af þessum sökum og bætist við þá mengun sem veldur að öllum líkind- um mikilli röskun á loftslagi. Tólf milljónir hektara af skógi geyma í sér 250 milljónir tonna af kolefni sem losnar úr læðingi við bruna og myndar kol- tvísýring, sem bætist við andrúmsloftið. Sumir telja, að eiginlegir hitabelt- isskógar eyðist um 1,8% á ári, en það samsvarar því að þeir endist aðeins í 50-60 ár. Til þess að bæta úr þessu eru margs konar aðgerðir nauðsyn- legar. En augljóslega er að minnsta kosti þörf á að planta árlega trjám í jafnstór svæði og þau sem eru höggvin og brennd, 12 millj. hektara. Með því binst koltvísýringurinn smám saman aftur 1 trjágróðri. Helst skyldi það SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.