Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 35
svara hlut íslands í viðleitninni að iáta ekki skóga jarðarinnar ganga
saman.
En auk þessarar ræktunar nytjaskóga er nú mikill áhugi að rækta skóg
til landgræðslu, landbóta og yndisauka. f því sambandi er ástæða til að
vekja athygli á hugmynd ungs skógfræðings, dr. Ásu Aradóttur. Hún telur
hugsanlegt að gróðursetja í þessu skyni aðeins í dreifða skógarlundi en
sjálfgræðsla verði látin sjá um að fylla upp í rjóðrin á milli þeirra. Náttúran
gengi þannig í lið með manninum. En til þess að svo megi verða þarf að
hlúa vel að þessum dreifðu trjálundum, svo þeir fari sem fyrst að bera fræ.
Á þennan hátt mætti til dæmis taka fyrir 10.000 hektara á ári, en til þess
þyrfti ef til vill ekki nema 2-3 milljónir trjáplantna. Ef þannig væri haldið
áfram í eina öld, væri skóglendið búið að breiðast yfir tíunda hluta
landsins.
Nú verður kannske einhver til að spyrja: En hefur það mikla þýðingu að
útbreiða skóginn svona mikið umfram það sem þarf til að afla þess timb-
urs sem hér þarf að framleiða? Er ekki gróðurlendið nóg handa þeim
minnkandi landbúnaði sem borgar sig að hafa á íslandi? Eru það ekki bara
draumórar og fornaldardýrkun að klæða landið skógi?
Vissulega blæs ekki byrlega með útflutning búvara. En ekki þarf svo að
verða um alla framtíð. Horfurnar eru því miður þær að víðast erlendis
skerðist smám saman ræktunarland, sem þó er sívaxandi þörf fyrir, auk
þess sem mengun gerir framleiðsluna sífellt verðminni. Gott og tiltölulega
hreint land verður þess vegna sífellt verðmætara. Stækkandi trjálundir í
öllum hlýrri byggðum, ekki síst birkið, stórbæta Iandið. Þeir veita skjól og
yl, því að gagnstætt flestum timburskógum er birki sjaldnast þéttara en
svo að sólarylur nái til undirgróðurs. Þegar skógur hefur náð nokkrum
þroska, er slíkt gróðuriendi vel fallið til beitar, túnræktar og hvers konar
ræktunar, eftir því sem þörf gerist, auk þess sem það er hið ákjósanlegasta
land fyrir sumarbyggð og útivist. Til að hrinda umfangsmikilli skógrækt í
framkvæmd þyrfti auðvitað góða skipulagningu, miklar girðingar og aðrar
framkvæmdir, því að sérstök nauðsyn er að hafa stjórn á beit og öðrum
landnytjum. En hér er til mikils að vinna. Þetta væri verkefni, sem í fyrir-
sjáanlegri framtíð gæti bætt fyrir skógareyðingu liðinna alda að verulegu
leyti.
Það er alltaf uppörvun að geta séð fyrir endann á miklu ætlunarverki. Að
kiæða landið sínum fyrri búningi gæti talist eitthvert mesta átak til
umhverfisverndar sem nokkur þjóð hefur tekið sér fyrir hendur. Annað eins
stórvirki í einu kaldasta ræktunarlandi jarðarætti að verða öðrum þjóðum
hvatning til að láta ekki sinn hlut eftir liggja.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
33