Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 29

Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 29
JÓHANN GUÐJÓNSSON Notkun trjágróðurs í kennslu Mikið er skrifað um skógrækt hér á landi og um hana fjallað á al- mennum vettvangi. Mest er rætt um það hversu mörgum plöntum er plantað á ári, hvað hægt væri að planta ef nægir væru pening- arnir o.s.frv. Það er skoðun mín, sem þessar línur ritar, að nú séu að vissu leyti straumhvörf í skógræktarmálum á íslandi. Oft virðist manni að þá sé verkinu lokið þegar trén eru komin ofan í moldina. í raun er þá trjáræktin rétt hafin og mikið starf óunnið. Nú verða menn að fara að líta til þess hvernig hægt er að nota þá trjálundi sem til eru víða um sveitir Iandsins. Oft hafa ekki einu sinni skógræktarmennirnir velt því fyrir sér til hvers hægt er að nota þessa lundi. Oftast er talað um viðarframleiðslu, skógarhögg, jólatrjárækt o.s.frv. Miklu minna tala menn um útivistargildi þessara trjá- íunda og allt of lítið er gert til þess að auðvelda mönnum leið um skóg- ræktarsvæðin. Kennari í líffræði verður að hafa augun opin fyrir því á hvern hátt er hægt að nota nánasta umhverfi og náttúru þess til að vekja áhuga og efla þekkingu nemenda. Og þar sem ég er náttúrufræðikennari hef ég þó nokk- uð leitað að hugstæðum æfingum sem henta námsefninu, skólaumhverf- inu, tækjakosti skólans og umræðum í þjóðfélaginu. Slíkt er oft vandfund- ið og tekst alls ekki alltaf að ná því sem að er stefnt. Trjárækt og skógrækt eru efni sem mikið hafa verið til umræðu í samfélagi okkar, sérstaklega síðastliðinn áratug. Árið 1980 var kallað ár trésins og í tilefni þess voru val- in tré ársins víða um land og þeirra á meðal er fallegur hlynur hér í Hafn- arfirði. f ár eru það landgræðsluskógar sem eru enn eitt átakið. Trjálundir eru mjög víða í nágrenni skóla og sumir þeirra orðnir áberandi í landslag- inu og eru þeir tilvalið vinnusvæði til að nota innan líffræði eða skyldra greina í skólum. Það er því eðlilegt að líffræðikennarar, sem og aðrir kenn- arar reyni að nota sér þessa trjá- eða skógrækt sem kennsluefni. Því miður hafa skógræktarfélög og Skógrækt ríkisins ekki sinnt þessum fræðsluþætti sem skyldi. Samlíf, félag líffræðikennara, var með námskeið um skóg- og trjárækt austur í Alviðru í Ölfusi fyrir nokkrum árum. Leið- beindu þeir þar Sigurður Blöndal um skóginn og )ón Gunnar Ottósson um lífverurnar sem lifa á skóginum. Sannast sagna er að skógræktarmenn sjá ekki trén fyrir öllum skóginum. Mikið af fræðsluefni Skógræktarinnar hefur beinst að því, að benda á hvaða trjátegundir henta hverju landshorni út frá markmiðum viðarframleiðslu. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.