Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 31
þegar tekið er tillit til staðsetningar lundanna (3) og afar mismunandi
aðferða, er þetta ekki óeðlilegur munur, t.d. er meðalhæð trjánna sem
hann mælir 10,8 m en meðalhæðin á okkar trjám er 5,3 m. Einnig reiknaði
ég út frá ummáli trjánna breidd árhringa sem meðaltal þessara sex ára
(83-89) og fæ ég út að meðalvöxtur þeirra er um 2,8 mm á ári en Hákon
Bjarnason segir að 4 mm meðalbreidd árhringa frá 1949-78 teljist ágætur
vöxtur (1).
Niðurstaðan sem ég tel að megi draga af þessu felst fremur í kennslu-
fræðilegum og uppeldislegum þáttum en vaxtarútreikningum. Nemendur
sjá trén öðruvísi en þeir áður gerðu, þeir fylgjast með vexti þeirra, þeir
finna það að trén eru ekki öll eins, ársvöxtur er mismunandi miili ára,
veðurfar hefur áhrif, ekki bara á trén heldur allan gróður o.s.frv. Með þessu
verkefni og öðrum álíka beinist athygli nemenda að gróðrinum, vaxtar-
möguleikum hans og því hvernig fylgst er með og mældur ársvöxtur.
Svona einfaldar athuganir endurtaka nemendur svo óafvitandi þegar þeir
ganga um trjálundi einhvers staðar hér á landi eða annars staðar í veröld-
inni og eru þar með farnir að nota þekkingu sína í reynd, en til þess var
leikurinn gerður.
Heimildir:
1. HÁKON BJARNASON: Mælingar á árhringjum trjáa, Eldur er í norðri, Afmælisrit helg-
að Sigurði Þórarinssyni sjötugum 8. janúar 1982.
2. HÁKON BjARNASON: Um sitkagreni, Ársrit Skógræktarfélags íslands 1970.
3. HAUKUR RAGNARSSON: Um skógræktarskilyrði á Islandi, Skógarmál, Afmælisrit
tileinkað Hákoni Bjarnasyni sjötugum 1977.
4. ÞORBERGUR HJALTIIÓNSSON: Vöxtur og ræktun sitkagrenis f Skaftafellssýslum, Árs-
rit Skógræktarfélags íslands 1987.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
29