Skógræktarritið - 15.12.1991, Síða 34

Skógræktarritið - 15.12.1991, Síða 34
auðvitað gert þar sem mest er gengið á skógana. En víða annars staðar er líka hægt að koma upp skógi með svipuðum áhrifum á koltvísýring og um það ættu allir jarðarbúar að sýna samstöðu og vera hverjir öðrum fyrir- mynd. Hlutur íslendinga í þessum 12 milljónum hektara er 600 hektarar miðað við fólksfjölda. Þá tölu er gott að hafa í huga til samanburðar við athafnir okkar nú og í framtíðinni. Skógareyðing á íslandi Þórarinn Þórarinsson skólastjóri á Eiðum taldi að þurft hefði að höggva árlega 600 hektara skóg á síðustu öldum einungis til að sjá fyrir nógum viðarkolum til þess að dengja ljái landsmanna. Það er álíka og Hallorms- staðaskógur. Og meðan rauðablástur tíðkaðist á fyrri öldum taldi Þórarinn að þurft hefði að höggva 400 hektara árlega þess vegna, alls 1000 hektara vegna járnvinnslu og dengingar. Að auki hafa menn höggvið skógana ótæpilega til upphitunar og matseldar. Þetta voru menn neyddir til að gera vegna baráttu fyrir lífi sínu. Til viðbótar kom svo sú eyðing á skógi, einkum kjarri, sem stafaði af harðri beit, sérstaklega að vetrinum. Hún var líka óhjákvæmileg vegna þess hvað heyskapurinn var takmarkaður. Þegar snjóþyngsli varu og fóðurskortur, var gripið til þess ráðs að beita fénu á yngstu og mýkstu kvistina sem stóðu upp úr fannbreiðunni. Mikið hefur verið deilt um, hvað skógar hafi verið víðáttumiklir á íslandi á landnámsöld. Ég er einn þeirra sem áætla þá tölu mjög varlega. Það er algengt mat, að skilyrði til skógræktar megi miða við að hitinn í hlýjasta mánuði ársins nái 10° að jafnaði. Samkvæmt því telst mér til að skógar ættu að geta þakið 1/10 hluta landsins og er þá ekki tekið tillit til þess að allvíða er jarðvegur þar óhentugur, foræði og sjávarsandar. Þetta er 1 mill- jón hektara. Eftir því að dæma hafa um það bil 1000 hektarar skóglendis eyðst á ári frá landnámsöld. Ýmsir mundu vafalaust tvöfalda þessa tölu, og það má gjarnan ef bætt er við þeim svæðum sem voru vaxin viði eða birki- kjarri. En þó að við höldum okkur við þessa gætilegu áætlun er augljóst, að við eigum landinu mikla skuld að gjalda. Hvað ættum við að gróðursetja mikið árlega? Hér er giskað á, varlega, að við höfum verið að eyða 1000 hekturum skóglendis árlega mest af sögulegum tíma á íslandi. Til að bæta fyrir þetta rán með sama hraða þurfum við að gróðursetja í 1000 ha á ári. Til þess þarf um það bil 2,5 milljónir plantna á ári ef ætlunin er að koma upp nytjaskógi. En til hvers er hægt að ætlast? Árið 1990 er talið að plantað hafi verið 3,5-4 milljónum skógarplantna, og það er talið útlit fyrir aukningu, ekki síst vegna svonefndra landgræðsluskóga og bændaskóga. Það er því ekki út í hött að ætla sér að gróðursetja 4 milljónir plantna á ári í framtíðinni. Með því móti mundum við (kannske) borga skuldina við landið á 600 árum. En hins vegar er þetta svo langur tími, að viðhorf gætu gersamlega breyst á margfalt styttra skeiði. Áætlanir væri því ekki hyggilegt að miða við öllu meira en ævi trésins, segjum eina öld. í ritinu Auðlindir um alda- mót, sem framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun á vegum forsætisráðu- neytis gaf út árið 1987, er talið að nytjaskógar þyrftu að ná yfir 40.000 hekt- ara til að fullnægja að verulegu leyti innlendum þörfum fyrir borðvið. í skýrslunni er reiknað með 600 hektara gróðursetningu árlega í 35 ár, en síðan 300 hektara á ári í 65 ár. Þetta er fyrstu áratugina nærri þvi að sam- 32 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.