Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 5
IVAR SAMSET
Reki á Ströndum
Flutningaleiðir náttúrunnar bættu úr viðarskorti í
skóglitlu landi.
Mynd 1.
Haukur Ragnarsson skógarvörð-
«r skipulagði ferðina. Hér tekur
hann borsgni úr trjábol á
Þorpum.
Regiom! Forester Haukur Ragn-
arsson planned the trip. Here he
takes a sample from a test !og
near Þorpar.
Inngangur
Þegar ég kom fyrst til íslands fyrir þrjátíu árum var mér sagt frá því, að mik-
ið magn rekaviðar væri á norðurströndum landsins. Bændur söfnuðu hon-
um saman, söguðu eða nýttu á annan hátt. Þetta þótti mér forvitnilegt, og
ráðgerð var ferð til þess að skoða þessa „náttúruauðlind" nánar. Af þessu
varð þó ekki fyrr en dagana 22.-29. júlí 1990, eða þrjátíu árum síðar.
Að frumkvæði Hauks Ragnarssonar bauðst þeim er þetta ritar að ferðast
um Strandir til sýnatöku og annarra athugana sl. sumar. Þar sem rekavið-
urinn berst til Ísíands-stranda úr norðri, var farin stutt ferð til Jan Mayen
í nóvember 1990, til þess að ganga úr skugga um það, hvort rekaviði þar
svipaði til þess, sem er á íslandi.
Skógrækt ríkisins og Norska þjóðargjöfin kostuðu ferðalagið á íslandi og
Norska skógrannsóknastofnunin greiddi ferðakostnað til íslands. Fjar-
skipta- og upplýsingadeild flughersins norska sáu fyrir fari til Jan Mayen.
Jens Odegaard höfuðsmaður léði okkur öflugan farkost, meðan á dvöl okk-
ar stóð á Jan Mayen.
Hér með færi ég ofangreindum stofnunum, svo og þeim sem nefndir eru
í ritgerðinni, þakkir fyrir alla þá hjálp og aðstoð, sem gerði mér kleift að
ljúka þessari rannsókn.
Rekaviður á íslandi
Landsvæði þau, sem umlykja hin miklu hafsvæði í nágrenni Norður-
heimskautsins, eru ýmist trjálaus eða vaxin lágvöxnum runnagróðri. Þau
eru of norðarlega til þess, að þar vaxi nothæft timbur. Skógarmörkin eru
sunnar. Engu að síður er á fjörum þessara svæða að finna mikið magn
gildra trjábola og stofna, oft í mörgum lögum á breiðu belti á rekaströnd-
um. Þetta hefur margan undrað, og verið umtalsverð hlunnindi, þar sem
annars væri timburskortur. í ferðabók sinni (1780) lýsir Olavius ýmsum
tegundum rekaviðar, en svo sem kunnugt er fjallar hún um landshagi á ís-
iandi, og var ferð hans farin að tilhlutan dönsku stjórnarinnar. Þá lýsti
Gumprecht rekaviði á ýmsum ströndum Norður-Atlantshafsins í Zeit-
schrift fúr Allgemeine Erdkunde árið 1854.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
3