Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 75
ÞÓRARINN BENEDIKZ
Stærð ýmissa trjátegunda
á íslandi
Aundanförnum árum hefur undirritaður safnað upplýsingum um
hæð og gildleika trjáa hér á landi. Slíkar upplýsingar vekja forvitni
flestra. Og almennur áhugi hjá manninum á að vita hvað er stærst,
hæst, elst, hraðast, o.s.frv. Til marks um þetta bera vinsældir bóka eins og
heimsmetabók Guinness vitni. En slíkar upplýsingar um vaxtargetu trjáa
hafa líka hagnýtt gildi, bæði í skógrækt og trjárækt. Þekking á vexti skóga
og stærð trjáa er nauðsynleg bæði í skógrækt, garðrækt svo og hverskyns
annarri ræktun.
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með vexti trjáa síðan trjárækt hófst
laust fyrir aldamót. Hæstu trén voru þá um 8 m á hæð. Þegar undirritaður
hóf störf hjá Skógrækt ríkisins á sjötta áratugnum var hæsta tré landsins
um 13 m á hæð. Það var síberíulerki í Mörkinni á Hallormsstað. Þá heyrði
maður þess getið að ólíklegt væri að trén myndu ná meira en 15 m hæð
hér á landi. En sem betur fer hefur þessi spádómur ekki staðist og trén
hafa haldið áfram að vaxa og í dag eru mörg tré yfir 15 m há og þau finnast
í flestum landshlutum. Þess verður ekki freistað hér að spá fyrir um það,
hve mikilli hæð tré geta náð hér á landi. Trén eru félagsverur og þegar þau
vaxa mörg saman verður umhverfið allt annað en upphaflega og vaxtarskil-
yrði önnur. Á jafn-norðlægum slóðum og Islandi finnast 30 m há tré, t.a.m.
í Rovaniemi í Finnlandi, sem er við heimskautsbauginn, hefur rússalerki
náð 30 m hæð og nýlega fannst 40 m hátt sitkagreni við Knik River í Alaska,
við 6140°N.
Hér á eftir fylgir skrá yfir mælingar á erlendum trjátegundum á íslandi
sem náð hafa mestri hæð. Hér vantar mæiingar á stórum trjám víða um
landið, t.d. alaskaösp á Akureyri, og nýjar mælingar vantar víða. Skráin er
fjarri því að vera tæmandi og inniheldur einungis mælingar gerðar af
undirrituðum, með aðstoð ýmissa góðra manna. Hér má nefna Guðmund
Örn Árnason, Þór Þorfinnsson, Sigvalda Ásgeirsson og Sigurð Blöndal.
Einnig eru mælingar frá öðrum aðilum. Þá er nafns þeirra getið í skýring-
um. í þessu sambandi finnst mörgum að of mikil áhersla hafi verið lögð á
Hailormsstað, en það á sér eðlilegar skýringar. Undirritaður fer oft a§ Hall-
ormsstað vegna starfs síns og þar finnst mesta úrval tegunda og gamalla
trjáa á íslenskan mælikvarða. Eftirfarandi mælingar eru birtar fyrst og
fremst til gamans og fróðleiks, og kannski ekki síður til að vekja athygli
manna og hvetja þá til að stunda trjámælingar eða til að koma á framfæri
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
65