Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 75

Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 75
ÞÓRARINN BENEDIKZ Stærð ýmissa trjátegunda á íslandi Aundanförnum árum hefur undirritaður safnað upplýsingum um hæð og gildleika trjáa hér á landi. Slíkar upplýsingar vekja forvitni flestra. Og almennur áhugi hjá manninum á að vita hvað er stærst, hæst, elst, hraðast, o.s.frv. Til marks um þetta bera vinsældir bóka eins og heimsmetabók Guinness vitni. En slíkar upplýsingar um vaxtargetu trjáa hafa líka hagnýtt gildi, bæði í skógrækt og trjárækt. Þekking á vexti skóga og stærð trjáa er nauðsynleg bæði í skógrækt, garðrækt svo og hverskyns annarri ræktun. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með vexti trjáa síðan trjárækt hófst laust fyrir aldamót. Hæstu trén voru þá um 8 m á hæð. Þegar undirritaður hóf störf hjá Skógrækt ríkisins á sjötta áratugnum var hæsta tré landsins um 13 m á hæð. Það var síberíulerki í Mörkinni á Hallormsstað. Þá heyrði maður þess getið að ólíklegt væri að trén myndu ná meira en 15 m hæð hér á landi. En sem betur fer hefur þessi spádómur ekki staðist og trén hafa haldið áfram að vaxa og í dag eru mörg tré yfir 15 m há og þau finnast í flestum landshlutum. Þess verður ekki freistað hér að spá fyrir um það, hve mikilli hæð tré geta náð hér á landi. Trén eru félagsverur og þegar þau vaxa mörg saman verður umhverfið allt annað en upphaflega og vaxtarskil- yrði önnur. Á jafn-norðlægum slóðum og Islandi finnast 30 m há tré, t.a.m. í Rovaniemi í Finnlandi, sem er við heimskautsbauginn, hefur rússalerki náð 30 m hæð og nýlega fannst 40 m hátt sitkagreni við Knik River í Alaska, við 6140°N. Hér á eftir fylgir skrá yfir mælingar á erlendum trjátegundum á íslandi sem náð hafa mestri hæð. Hér vantar mæiingar á stórum trjám víða um landið, t.d. alaskaösp á Akureyri, og nýjar mælingar vantar víða. Skráin er fjarri því að vera tæmandi og inniheldur einungis mælingar gerðar af undirrituðum, með aðstoð ýmissa góðra manna. Hér má nefna Guðmund Örn Árnason, Þór Þorfinnsson, Sigvalda Ásgeirsson og Sigurð Blöndal. Einnig eru mælingar frá öðrum aðilum. Þá er nafns þeirra getið í skýring- um. í þessu sambandi finnst mörgum að of mikil áhersla hafi verið lögð á Hailormsstað, en það á sér eðlilegar skýringar. Undirritaður fer oft a§ Hall- ormsstað vegna starfs síns og þar finnst mesta úrval tegunda og gamalla trjáa á íslenskan mælikvarða. Eftirfarandi mælingar eru birtar fyrst og fremst til gamans og fróðleiks, og kannski ekki síður til að vekja athygli manna og hvetja þá til að stunda trjámælingar eða til að koma á framfæri SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.