Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 57
HAUKURRAGNARSSON
Vegleg gjöf til skógræktar
Haustið 1990 færði Ingiríður Elísabet Ólafsdóttir Skógrækt ríkisins
að gjöf jarðeignina Laxaborg í Haukadalshreppi í Dalasýslu með
húsum, ræktun og hlunnindum öllum.
Gjöfin er gefin til minningar um eiginmann hennar, Guðbrand Jörunds-
son frá Vatni í Haukadal, og einnig í þeim tilgangi að varðveita og auka þá
ræktun, sem f Laxaborg er.
Guðbrandur Jörundsson, sem lést árið 1980, var einn af brautryðjendum
þjóðarinnar í akstri og rekstri langferðabifreiða. Ungur fékk hann sérleyfi á
leiðinni frá Reykjavík í Dali, síðar lengdist leiðin í Reykhólasveit og loks
náði hún til Arngerðareyrar, og þaðan með Djúpbátnum til ísafjarðar.
Guðbrandur keypti árið 1943 þann hluta Þorsteinsstaða fremri, sem er
milli þjóðvegarins og Haukadalsár. Fljótlega reistu þau hjónin sér sumar-
hús þarna, sem síðan hefur gengið undir nafninu Laxaborg. Þau hófu fljót-
lega umfangsmikla trjárækt, og nú er þar vaxinn upp myndarlegur skógar-
reitur. Mun drýgstur hluti tómstunda þeirra hjóna hafa verið nýttur til þess
að hlúa að gróðrinum í Laxaborg.
Lengst af hefur landareignin, sem er um 50 ha að stærð, verið friðuð. Þar
hefur mikil gróðurbreyting átt sér stað, eins og athugulir vegfarendur taka
eftir, og gefur hún vísbendingu um það, hvernig gróðurfari hefur verið hátt-
að í árdaga fslandsbyggðar.
Ákveðið hefur verið að hefjast fljótlega handa í Laxaborg, með því að
lagfæra girðingu þá, sem umlykur Iandareignina, gróðursetja þar skjólbelti
og auka framræsiu.
Gjöf þessi er einhver sú veglegasta, sem Skógrækt rfkisins hefur verið
gefin. Arður jarðeignarinnar mun geta staðið undir verulegri skógrækt, og
getur því Laxaborg orðið miðstöð skógræktar í Dölum þegar fram líða
Séð inn Haukadai Laxaborg stundir, og staðið sem minnisvarði um skógræktarframtak þeirra Ingiríðar
sést neðst til vi'nstri. Elísabetar og Guðbrands um aldur og ævi.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
55