Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 40
Dæmigerður íslenskur sumar-
búslaður.
uga er það alveg hreinasta ráðgáta. Siíkt vegakerfi er að sjálfsögðu mjög
hættulegt, ef til kemur að kalla þurfi á aðstoð sjúkraþíla eða slökkviliðs.
Skipulag sumarhúsahverfis
Þegar hafist er handa við skipulagningu sumarhúsasvæðis, þá er byrjað á
því að meta landið.
Taiað er um landslagseinkenni ákveðins svæðis og það hærra metið því
fjöibreyttari sem þau eru.
Eitt af vandamálunum við skipulag sumarhúsahverfa er að erfitt getur
verið að fá nákvæmt kort af svæðum utan þéttbýlis. Oft verður því að nota
loftmyndir og stækka þá upp hluta úr þeim og bæta þau með mælingum
og athugunum á staðnum.
Þegar öllum upplýsingum hefur verið safnað saman þá hefst vinnan við
sjálft skipulagið.
Þá eru skoðaðir möguleikarnir á húsastæðum, aðkomu, vegagerð, bíla-
stæðum og leiksvæðum.
Það er fyrst og fremst náttúran og nálægðin við hana, sem við erum að
sækjast eftir og gerir sumarhúsabyggðina eftirsóknarverða. Þess vegna þarf
að vinna sem mest með landinu, fella skipulag að því og halda landslags-
einkennum sem best.
Það er rík í okkur íslendingum sú gamla sveitavenja að byggja hús á
hæsta hólnum og þar, sem útsýnis nýtur. Þetta á ekki síst við um sumar-
bústaði. Af þessum sökum getur strjáibýit sumarhúsasvæði litið út sem
þéttbýlt.
Vegna trjáleysis hér á landi þá eru öll mannvirki sýnilegri en í löndum,
þar sem skóglendi er meira. Því þarf enn frekar að leggja metnað í gott
skipulag.
Nokkrar hefðir eru ríkjandi um skipulag sumarhúsabyggðar.
a. Dreifð sumarhúsabyggð.
Þá er átt við það, að hver og einn eigandi hafi tii umráða rúmt svæði
umhverfis sumarhús sitt, eða um V2 - 1 ha.
38
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991