Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 51
4. mynd.
Kynlaus kímmyndun í sitka-
greni (Picea sitcfiensis). (Aðferðir
í>róaðar af dr. Peter Krogstrup
við vefjarœktarstofu Grasagarðs
Kaupmannahafnarháskóla20).
A) Eftir sótlhreinsun eru kímin
skorin úr fræinu og lögð á BMI-
S1 nœringarblöndu20 með háu
auxin-innihaldi, 10 uM 2,4-D
(2,4-Dichlorophenoxyacetic acid).
Betri árangur næst f>ví ófmsk-
aðri sem frœkímin eru. Kím-
myndandi frumumassi (hvítur)
er byrjaður að vaxa frá frækím-
inu sem er umlukið fræhvítu
(brún). Fyrir miðri mynd má sjá
forkim (proembryo) með „höfuð"
og „hala".
B) Kímmyndandi frumumassa er
viðhaldið á föstu fóðri eða í lausn.
C) í lausn margfaldast fjöldi forkíma
á einni viku.
D) Tií að samræma þroska kímanna
eru f>au flutt á nýtt fóður sem
inníheldur 5 uM ABA (absicic
acid). Hvítu kúlurnar á mynd-
inni eru vaxandi kím
E) Fullum þroska ná kímin á
vaxtarþáttalausri nœringu.
F) Spírandi kím með vel fmskað
rótarkerfi.
G) Vefrœktaðar sitkaplöntur í upp-
eldi.
H) „Gervifræ" af sitkagreni, f>.e.
kynlaus kím sleypl í hlaup.
(Myndir: Peter Krogstrup, nema A:
Snorri Baldursson og D: Valerie
Duran).
um, þ.e. að upphafsvefurinn verður að vera á fósturstigi eigi árangur að
nást. Til að fara í kringum þetta hafa verið þróaðar aðferðir til að frysta
kímmassann í fljótandi nitri (-H96°C)14. Þannig má varðveita arfgerðir
ótakmarkað á fósturstigi og þegar þær hafa verið prófaðar á fullnægjandi
hátt (10-15 ár) má sækja þær efnilegustu í frystinn og fjölga þeim eins og
menn lystir.
5. Getur vefjaræktun eitthvað gagnast skógrækt á íslandi?
f töflu 1 kemur fram að aðferðir hafa verið þróaðar til örfjölgunar hjá all-
flestum þeim trjátegundum sem áhugaverðar eru út frá skóg- og/eða trjá-
ræktarsjónarmiðum hér á landi. Meðal barrtrjánna, e.t.v. að evrópulerki
undanskiidu, er þó sá hængur á að með núverandi þekkingu er einungis
hægt að fjölga óþroska efniviði. Hjá þessum tegundum kæmi vefjaræktar-
kerfi því fyrst og fremst að notum við fjölföldun á verðmætum fræjum og/
eða kímplöntum úr kynþótaverkefnum, hugsaniega í tengsium við lang-
tíma-varðveislu í fljótandi nitri. Benda má á í þessu samþandi, að illa hef-
ur gengið að fá fræ af bestu kvæmum af rússalerki4,29 og það er dýrt í inn-
kaupum. Skortur á heimildum (tafla 1) um örfjöigun á rússalerki og síberíu-
lerki endurspegiar iíklega áhugaleysi fyrir þessum tegundum fremur en að
þær séu erfiðari í vefjarækt en evrópulerkið.
Hjá lauftrjánum má nota vefjaræktartæknina til að fjölga völdum ein-
staklingum (tafla 1). Allir sem fengist hafa við skógrækt þekkja erfðabreyti-
leika íslensku ilmbjarkarinnar. Þessi breytileiki birtist í fjölskrúðugu formi,
barkarlit, blaðlögun o.s.frv. og eins þó um afkvæmi valinna mæðra (hálf-
systkin) sé að ræða. Breytileiki er af hinu góða þar sem hann á við en hvort
sem er til nytja- eða tómstundaskógræktar væri æskilegt að eiga völ á skil-
greindum efniviði. Erfitt er að fjölga birki með græðlingum og ágræðsla er
tímafrek. Vefjaræktun er því eini raunhæfi möguleikinn til að fjölga birki
kynlaust í einhverjum mæli. Alaskaösp er hins vegar auðveld í græðlinga-
ræktun36 og vefjaræktarkerfi kæmi e.t.v. fyrst og fremst að notum í sam-
bandi við hraðfjölgun á móðurtrjám fyrir græðlingatöku og fjölgun á til-
raunaefniviði á ýmsum stigum kynbóta.
ísland er jaðarsvæði með tilliti til skógræktar og þessi staðreynd endur-
speglast í miklum einstaklinga- og kvæmamun. innfluttu barrtrjátegund-
irnar okkar eru enn af fyrstu kynslóð og hafa ekki náð að aðlagast til fulls
íslenskum aðstæðum. Innan þeirra flestra finnast þó framúrskarandi ein-
staklingar sem hafa sannað ágæti sitt og mikill fengur væri í að geta fjölg-
að kynlaust. Hefðbundnar aðferðir duga ekki og margir töldu því að vefja-
ræktartæknin væri lausnarorðið. En eins og Ijóst má vera af þessari
samantekt hefur árangurinn með barrtré hvað þetta snertir látið á sér
standa. Við verðum þó að vona að með aukinni þekkingu á þeim grundvali-
arferlum sem stýra vexti og sérhæfingu frumna og vefja barrtrjánna muni
takast að örfjölga fullþroska einstaklingum af þeim.
Þakkarorð
Rannsóknir greinarhöfundar, sem hér er vitnað til, hafa verið styrktar af
Rannsóknaráði ríkisins, Statens lordbrugs- og Veterinærvidenskabelige
Forskningsrád og Carlsbergsfondet. Við vefjaræktartilraunir á birki hafa
verið notuð móðurtré úr kynbótaverkefni Gróðurbótafélagsins (áhuga-
manna um birkikynbætur). Höfundur kann þessum aðilum bestu þakkir.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
49