Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 22
rekann. Víða er samt hið mikla magn rekaviðar lítið eða ekki nýtt. Eigendur
eyðibýlanna eiga rekann, og verður hann ekki nýttur án heimildar þeirra. Ef
hægt væri að leysa þetta vandamál með samvinnu, er örugglega unnt að
nýta þennan við með hagnaði. Það fyrsta, sem þyrfti að kanna, er magn
þess rekaviðar, sem er á þessum slóðum. Þá þarf að kanna þá viðbót, sem
berst árlega eða á ákveðnu árabili að landi. Þetta er örugglega hægt að
lesa af loftmyndum, ef jafnframt er stuðst við mælingar á nokkrum reka-
ströndum. Til þessa þarf að nota sérstaklega útbúnar flugvélar, sem geta
flogið yfir strendurnar í Iítilli hæð.
Sennilega væri heppilegast að nota flatbotna pramma, sem dreginn
væri af vélbáti, til þess að safna rekaviðnum saman. Pramminn þyrfti að
geta rúmað dráttarvél með tvöföldu spili, svo og krana með gripkló. Eftir
að rekaviðnum hefur verið safnað saman, yrði hann fluttur á einn stað til
vinnslu. Vegna seltunnar, sem síast hefur inn í viðinn á langri leið í íshaf-
inu er hann mjög endingargóður. Ef nota á rekavið til kyndingar verður að
gera ákveðnar varúðarráðstafanir. Við bruna myndast mikil vatnsgufa, og
þegar rekaviður brennur verður vatnsgufan sölt og tærir járnið í ofnunum.
Af þeim sökum verður að klæða þá eldföstum steini eða vernda járnið á
einhvern annan hátt.
Fiutningatækni náttúrunnar sjálfrar hefur um aldir bætt úr viðarskorti í
skóglitlu landi. Eftir því sem reksturs- og flutningatækni fleygir fram í
skógum Síberíu og Rússlands má ætla að magn rekaviðar dragist saman
þegar tímar líða. En sé litið á það mikla magn, sem enn berst að íslands-
ströndum, gæti þess þó verið langt að bíða.
M ynd 14
Yfirborðsstraumar í Norðurhöf-
um (SVERDRUP, IOHNSON
og FLEMMiNG 1942).
Surface currents in the Arctic
Ocean (SVERDRUP, IOHN-
SON and FLEMMING 1942).
M ynd 15.
Likleg leið rekaviðarins frá
Stberíu til Ian Mayen og
íslands.
ProÞabte route of drift timber
from Siberia to lan Mayen and
Icetand.
20
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991