Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 59
SIGURÐUR BLÖNDAL
Fyrr og nú
Plægt fyrir gróðursetningu
Að þessu sinni verða sýnd þrjú dæmi um gróðursetningu í land, sem
plægt hafði verið áður. En fyrst rifja ég upp, hvenær og hvernig þessi
jarðvinnsluaðferð var tekin upp hérlendis.
Sumarið 1956 kom Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður til Skotlands
og dvaldist þar í þrjár vikur á vegum Forestry Commission (Ríkisskógrækt-
arinnar). Eitt af því sem hann sá þar, var plæging lands fyrir gróðursetn-
ingu, sem skoskir skógræktarmenn höfðu þá tekið upp f flestum nýmörk-
um sínum. Lágu til þess sérstakar aðstæður í jarðvegi á Skotlandi.
Einar Sæmundsen var fljótur að tileinka sér nýjungar, sem honum leist
vel á, og vildi nú reyna þessa jarðvinnsluaðferð heima á íslandi. Vandinn
var að finna plóg hér heima, sem líktist plógunum, sem Skotar höfðu
hannað til verksins. Niðurstaðan varð að reyna norska skerpiplóginn, sem
hér hafði verið notaður um árabil í jarðrækt. Með honum var hægt að
plægja álíka djúp för eins og skosku plógarnir gerðu, en gallinn var sá, að
skerpiplógurinn færði ekki plógstrenginn frá plógfarinu eins og þeir skosku
gerðu.
Það var svo vorið 1960, að Einar lét skerpiplóg brjóta tvær spildur í
Haukadal, sem höfðu áður verið ræstar fram að hluta. Árin 1963 og 1965
voru svo plægð miklu stærri mýrlend svæði í Haukadal, sem nú eru vaxin
fögrum skógi. Á næstu árum var svo plægt á nokkrum öðrum stöðum með
skerpiplóg, m.a., á Hallormsstað og í Mjóanesi.
Árið 1975 eignaðist Skógrækt ríkisins skoskan Cuthbertson plóg og Cat-
erpillar beltavél með flotbeltum, sérstaklega ætluðum til notkunar í blaut-
um mýrum. Þessi tæki voru greidd með framlagi frá Þróunarsjóði Samein-
uðu þjóðanna (U.N.D.P.). Hafa þau verið notuð víða um land síðan og
árangur víðast góður og sums staðar ágætur.
Hér skal á það bent, að jafnframt því sem plæging af þessu tagi er grunn
framræsla, er hún jafnframt einfaldasta tegund jarðvinnslu.
Um plægingu fyrir gróðursetningu hefir a.m.k. þrisvar verið skrifað sér-
staklega áður í Ársritið og er lesendum bent hér með á þær greinar, ef þeir
vildu kynna sér málið nánar:
Ársrit 1958, Einar G. E. Sæmundsen, bis. 58-66.
Ársrit 1980, Hákon Bjarnason og Þórarinn Benedikz, bls. 47-49.
Ársrit 1981, Böðvar Guðmundsson, bls. 46-49.
Koma þá næst skýringar með myndunum.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
57