Skógræktarritið - 15.12.1991, Qupperneq 59

Skógræktarritið - 15.12.1991, Qupperneq 59
SIGURÐUR BLÖNDAL Fyrr og nú Plægt fyrir gróðursetningu Að þessu sinni verða sýnd þrjú dæmi um gróðursetningu í land, sem plægt hafði verið áður. En fyrst rifja ég upp, hvenær og hvernig þessi jarðvinnsluaðferð var tekin upp hérlendis. Sumarið 1956 kom Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður til Skotlands og dvaldist þar í þrjár vikur á vegum Forestry Commission (Ríkisskógrækt- arinnar). Eitt af því sem hann sá þar, var plæging lands fyrir gróðursetn- ingu, sem skoskir skógræktarmenn höfðu þá tekið upp f flestum nýmörk- um sínum. Lágu til þess sérstakar aðstæður í jarðvegi á Skotlandi. Einar Sæmundsen var fljótur að tileinka sér nýjungar, sem honum leist vel á, og vildi nú reyna þessa jarðvinnsluaðferð heima á íslandi. Vandinn var að finna plóg hér heima, sem líktist plógunum, sem Skotar höfðu hannað til verksins. Niðurstaðan varð að reyna norska skerpiplóginn, sem hér hafði verið notaður um árabil í jarðrækt. Með honum var hægt að plægja álíka djúp för eins og skosku plógarnir gerðu, en gallinn var sá, að skerpiplógurinn færði ekki plógstrenginn frá plógfarinu eins og þeir skosku gerðu. Það var svo vorið 1960, að Einar lét skerpiplóg brjóta tvær spildur í Haukadal, sem höfðu áður verið ræstar fram að hluta. Árin 1963 og 1965 voru svo plægð miklu stærri mýrlend svæði í Haukadal, sem nú eru vaxin fögrum skógi. Á næstu árum var svo plægt á nokkrum öðrum stöðum með skerpiplóg, m.a., á Hallormsstað og í Mjóanesi. Árið 1975 eignaðist Skógrækt ríkisins skoskan Cuthbertson plóg og Cat- erpillar beltavél með flotbeltum, sérstaklega ætluðum til notkunar í blaut- um mýrum. Þessi tæki voru greidd með framlagi frá Þróunarsjóði Samein- uðu þjóðanna (U.N.D.P.). Hafa þau verið notuð víða um land síðan og árangur víðast góður og sums staðar ágætur. Hér skal á það bent, að jafnframt því sem plæging af þessu tagi er grunn framræsla, er hún jafnframt einfaldasta tegund jarðvinnslu. Um plægingu fyrir gróðursetningu hefir a.m.k. þrisvar verið skrifað sér- staklega áður í Ársritið og er lesendum bent hér með á þær greinar, ef þeir vildu kynna sér málið nánar: Ársrit 1958, Einar G. E. Sæmundsen, bis. 58-66. Ársrit 1980, Hákon Bjarnason og Þórarinn Benedikz, bls. 47-49. Ársrit 1981, Böðvar Guðmundsson, bls. 46-49. Koma þá næst skýringar með myndunum. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.