Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 47
1. mynd.
Einfölduð mynd af fiinum mis-
munandi örfjölgunarkerfum:
Brumrœktun, líffæranýmyndun
og kynlausri kímmyndun. Nán-
ari skýringar í texta.
breytileikann vantar er hætta á að missa allt verði slíkar einræktir fyrir
áfalli (vorhret, skordýraplágur, sjúkdómar). Þessi ótti hefur orðið til þess
að t.d. Svíar hafa sett strangar regiur um lágmarksfjölda klóna í skógrækt10.
Ótalið er að vefræktaðar plöntur eru mun dýrari í framleiðslu en plöntur
ræktaðar af fræi. Þetta stafar aðallega af miklum vinnukostnaði því erfið-
Iega hefur gengið að vélvæða framleiðsluferlin. Ennþá eru það því fyrst og
fremst verðmætar arfgerðir skrautplantna, berjarunna og ávaxtatrjáa sem
geta staðið undir þessum háa framleiðslukostnaði. Þó bent sé á að „erfða-
gæði" (einungis framúrskarandi arfgerðir eru valdar) vefræktaðra plantna
réttlæti hærra verð, þá getur reynst erfitt að sannfæra skógræktarmenn,
sem bíða þurfa áratugi eftir uppskerunni, um hagkvæmni slíkra kaupa.
4. Örfjölgunarkerfi
Líffræðilega má greina milli þriggja mismunandi örfjölgunarkerfa; brum-
ræktar (bud culture, shoot culture), líffæranýmyndunar (adventitious org-
anogenesis) og kynlausrar kímmyndunar (somatic embryogenesis). Skilin
milli tveggja fyrrnefndu kerfanna eru þó oft óljós í reynd. Hvaða ferli verður
ofan á ræðst af efniviðnum sem notaður er og þeim vaxtarþáttum sem
bætt er í næringarbiönduna. Á 1. mynd er reynt að útskýra þessi mismun-
andi ferli á einfaldan hátt.
4.1. Brumræktun
f brumræktun (1. mynd) eru náttúruleg axlar- og/eða endabrum móður-
plöntunnar einangruð og örvuð (með cytokinini) til að springa út og vaxa
af næringarblöndu. Sprotunum sem vaxa af brumunum má deila upp til
frekari fjölgunar eða ræta, ýmist beint í jörð eða á sérstakri rótarnæringu
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
45