Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 12

Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 12
Mynd 7. Rekaviður í ÓfeigsfirSi. Drift timber at Ófeigsfjörður. Ferðin í Ófeigsfjörð og Skjaldabjarnarvík Munaðarnes er nyrsti bær í byggð á Ströndum. Þar fyrir norðan eru að- eins vegleysur, og þar verður ekki ferðast nema á sjó. Þar er ekki föst bú- seta lengur, en á nokkrum bæjum hafa jarðeigendur sumarsetu og nýta hlunnindi jarðanna af kostgæfni. Svo er m.a. um Seljanes, Ófeigsfjörð og Dranga. Frá Munaðarnesi var af ofangreindum ástæðum haldið með vélbát. Það hafði rignt um morguninn, veður þungbúið og skyggni ekki allt of gott. Á þessum slóðum skipast skjótt veður í lofti, og um það bil, sem við fórum um borð í vélbát Óskars Kristinssonar á Dröngum, birti í lofti og glampaði á sléttan sjóinn. Nú varð heiður himinn, logn og sléttur sjór. Gott skyggni til lands og víðáttu Norðurhafsins. Selir og þúsundir sjófugla fylgdu okkur á ferðinni og gæddu náttúruna lífi og fegurð. Fyrst fórum við að Seljanesi, en þaðan flutti Sveinn bróðir Óskars okkur á jeppum inn í Ófeigsfjörð (mynd 7), þar sem við skoðuðum rekavið, sem þar hafði verið safnað saman. Síðan lá leiðin aftur að Seljanesi. Þaðan var svo haldið norður á bóginn. Við vorum aldrei fjarri strandlengjunni og gát- um í kíki skoðað rekastrendurnar, víkur og voga, sem vita yfirleitt móti norðaustri eins og áður er getið. Virtist okkur víða ógrynni rekaviðar. Óskar Kristinsson hefur sumarsetu á Dröngum, en er annars stýrimaður á fiskiskipum frá Akranesi. Sumarstarfið er fólgið í því að nýta hlunnindi jarðarinnar, sem eru aðallega reki og æðarvarp. Báturinn skreið í norðurátt, og með allar rekavíkurnar fyrir augum reik- aði hugurinn aftur til landnámsaldar. Tæpar ellefu aldir eru liðnar. Víking- arnir komu hingað um úfið haf frá Rogalandi, Hörðalandi og Sogni. „Hella-Björn ... var víkingr mikill, hann var jafnan óvinr Haralds konungs. Hann fór til íslands og kom í Bjarnarfjörð með alskjölduðu skipi. Síðan var hann Skjalda-Björn kallaðr. Hann nam land frá Straumnesi til Dranga, ok í Skjalda-Bjarnarvík bjó hann, en átti annat bú á Bjarnarnesi ..." 10 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.