Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 98
gengið verði hið fyrsta frá samningum við þá bændur sem þegar hafa hafið
framkvæmdir í samræmi við samþykktar áætlanir fyrir einstök héruð. Sam-
þykkt með öllum þorra atkv. gegn 2.
6.
Aðalfundur Skógræktarféiags íslands á Flúðum 1990 beinir því til ríkis-
stjórnar og fjárveitingavalds að áætla fé á hverju ári til þess að standa und-
ir námskeiði í gróðursetningu og umhirðu plantna fyrir skólabörn, þannig
að starfskraftur sumarvinnu unglinga nýtist betur og markvissar. Samþykkt
samhljóða.
Fundi fram haldið kl. 9.45 á sunnudagsmorgni.
Þorsteinn Tómasson byrjaði fundinn með því að sýna nokkrar litskyggnur
af áhugaverðum landgræðsluplöntum, sérstaklega elritegundir.
Þá fóru tram kosningar.
Jónas Jónsson kvaddi sér hljóðs, kvaðst hafa verið í stjórn félagsins yfir 20
ár, og baðst nú undan endurkosningu. Hann þakkaði gott og ánægjulegt
samstarf.
Úr stjórn áttu að ganga:
Hulda Valtýsdóttir,
Jónas Jónsson,
Þorvaldur S. Þorvaldsson.
Fundarstjóri bað um ábendingar úr sal. Stungið var upp á Sædísi Guð-
laugsdóttur og Þorsteini Tómassyni.
Kosning fór þannig:
Hulda Valtýsdóttir 54 atkv.
Þorvaldur S. Þorvaldsson 47 atkv.
Sædís Guðlaugsdóttir 43 atkv.
Varamenn í stjórn:
Ólafía Jakobsdóttir 39 atkv.
Örn Einarsson 31 atkv.
Sigurður Ágústsson 29 atkv.
Endurskoðendur voru endurkjörnir:
Ólafur Sigurðsson,
Hólmfríður Finnbogadóttir.
Varamenn:
Þórður Þorbjarnarson,
Kjartan Ólafsson.
Hulda Valtýsdóttir þakkaði traust sér sýnt með góðri kosningu, bauð
Sædísi velkomna í stjórn, þakkaði Jónasi langt og gott samstarf.
Undir þetta var tekið með góðu lófataki.
Sædís Guðlaugsdóttir þakkaði það traust, sem henni var sýnt og kvaðst
hún mundi gera sitt besta sem stjórnarmaður.
Jóhann Þorvaldsson minntist fyrri komu sinnar að Flúðum. Hann hvatti
alla góða skógræktarmenn til dáða og minnti á uppeldisgildi gróðursetn-
ingar og hugsjónarinnar að klæða landið. Hann hvatti til samstöðu og
stórra starfa í skógrækt. Þakkaði að lokum ánægjulega samveru.
88
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991