Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 16
Tafla 5
DREIFING BOLSÝNA EFTIR TEGUNDUM.
Distribution of the test-logs according to tree-species.
Tegund Species %af fjölda % arithmetic %eftirbo!stærð % by quadratic mean diameter
Pinussp. (Fura) 48% 47%
Larixsp. (Lerki) 40% 43%
Picea sp. (Greni) 4% 7%
Abiessp. (Þinur) . 4% 1%
Populussp. (Ösp) 4% 2%
Hér er ekki mörgum bolum til að dreifa, en vegalengdir voru miklar og
tíminn naumur. Þar sem timbursýnin voru tekin af handahófi, ættu þau að
gefa nokkra hugmynd um tegundaskiptingu rekaviðarins á Ströndum.
Ivan Stephanovich Melekov prófessor er meðal þeirra vísindamanna,
sem best þekkja til skóganna í Sovétríkjunum. Hann hefur bréflega tjáð
mér, að í skógum Norðvestur-Rússlands sé tiltölulega lítið af lerki, eða
innan við 20%. Þar sem hlutdeild lerkisins í athugunum okkar væri miklu
meiri, hlyti það að eiga uppruna sinn í skógum langt austur í Síberíu, t.d,
svæðunum kringum Ob og Jenisej eða austar. Það að þinur er meðal þeirra
tegunda, sem við fundum, bendir til hins sama. Best hefði verið að rann-
saka upprunann með árhringjarannsóknum, en á því voru engin tök. í sýn-
um okkar eru engir bolir, sem benda til þess að rekaviðurinn komi frá Kan-
ada eða Alaska.
Rekaviðarsýni frá Jan Mayen
Á bátsferðinni norður um Strandir höfðum við útsýni í norðurátt til hafs.
Á þessum árstíma er í venjulegu árferði hvergi ís að sjá á þessu hafsvæði,
sem flytur rekaviðinn að landi. Frá heimskautssvæðinu fer hafstraumur til
suðurs um djúpsævið milli Svalbarða og Grænlands. Á miðju þessu svæði
er Jan Mayen, og þangað fýsti okkur að fara til þess að ganga úr skugga um
það, hvort rekaviði þar svipaði til þess, sem er á íslandi.
Fyrir greiðvikni Fjarskipta- og upplýsingaþjónustu norska hersins og
335. flugdeildar á Gardemoen í Noregi fengum við far með herflugvél til
[an Mayen í nóvember 1990. Þar léði Jens Odegaard höfuðsmaður okkur
fjallabíl. Reidar [acobsen ráðunautur var sem áður með í förinni, svo og
Stein [ohansen, sem áður hefur verið nefndur. Við höfðum 5 klst. til þess
að gera athuganir okkar, áður en heim var haldið á ný (mynd 10).
Wilhelm Matheson hafði ráðlagt okkur að kanna norðurströnd eyjarinn-
ar, því að þarværi sérstaklega mikill rekaviður. Því miður voru nú svo mikl-
ir skaflar á þeirri leið, að þangað varð ekki komist. Af þeim sökum beindum
við allri viðleitni okkar að Lóninu við Rekavík á suðausturströnd eyjarinn-
ar. Þar var einnig mikill rekaviður. Þrátt fyrir það að kuldi og skafrenningur
tefði okkur, tókst að ná alimörgum borsýnum þótt trjábolirnir væru freðnir.
Þetta kom þó yfirleitt í veg fyrir, að hægt væri að bora svo djúpt í bolina
að við gætum ákvarðað aldur þeirra.
Það tókst að ná 36 borsýnum úr bolum, sem valdir voru af handahófi.
Sýnin skiptust þannig eftir trjátegundum:
14
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991