Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 16

Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 16
Tafla 5 DREIFING BOLSÝNA EFTIR TEGUNDUM. Distribution of the test-logs according to tree-species. Tegund Species %af fjölda % arithmetic %eftirbo!stærð % by quadratic mean diameter Pinussp. (Fura) 48% 47% Larixsp. (Lerki) 40% 43% Picea sp. (Greni) 4% 7% Abiessp. (Þinur) . 4% 1% Populussp. (Ösp) 4% 2% Hér er ekki mörgum bolum til að dreifa, en vegalengdir voru miklar og tíminn naumur. Þar sem timbursýnin voru tekin af handahófi, ættu þau að gefa nokkra hugmynd um tegundaskiptingu rekaviðarins á Ströndum. Ivan Stephanovich Melekov prófessor er meðal þeirra vísindamanna, sem best þekkja til skóganna í Sovétríkjunum. Hann hefur bréflega tjáð mér, að í skógum Norðvestur-Rússlands sé tiltölulega lítið af lerki, eða innan við 20%. Þar sem hlutdeild lerkisins í athugunum okkar væri miklu meiri, hlyti það að eiga uppruna sinn í skógum langt austur í Síberíu, t.d, svæðunum kringum Ob og Jenisej eða austar. Það að þinur er meðal þeirra tegunda, sem við fundum, bendir til hins sama. Best hefði verið að rann- saka upprunann með árhringjarannsóknum, en á því voru engin tök. í sýn- um okkar eru engir bolir, sem benda til þess að rekaviðurinn komi frá Kan- ada eða Alaska. Rekaviðarsýni frá Jan Mayen Á bátsferðinni norður um Strandir höfðum við útsýni í norðurátt til hafs. Á þessum árstíma er í venjulegu árferði hvergi ís að sjá á þessu hafsvæði, sem flytur rekaviðinn að landi. Frá heimskautssvæðinu fer hafstraumur til suðurs um djúpsævið milli Svalbarða og Grænlands. Á miðju þessu svæði er Jan Mayen, og þangað fýsti okkur að fara til þess að ganga úr skugga um það, hvort rekaviði þar svipaði til þess, sem er á íslandi. Fyrir greiðvikni Fjarskipta- og upplýsingaþjónustu norska hersins og 335. flugdeildar á Gardemoen í Noregi fengum við far með herflugvél til [an Mayen í nóvember 1990. Þar léði Jens Odegaard höfuðsmaður okkur fjallabíl. Reidar [acobsen ráðunautur var sem áður með í förinni, svo og Stein [ohansen, sem áður hefur verið nefndur. Við höfðum 5 klst. til þess að gera athuganir okkar, áður en heim var haldið á ný (mynd 10). Wilhelm Matheson hafði ráðlagt okkur að kanna norðurströnd eyjarinn- ar, því að þarværi sérstaklega mikill rekaviður. Því miður voru nú svo mikl- ir skaflar á þeirri leið, að þangað varð ekki komist. Af þeim sökum beindum við allri viðleitni okkar að Lóninu við Rekavík á suðausturströnd eyjarinn- ar. Þar var einnig mikill rekaviður. Þrátt fyrir það að kuldi og skafrenningur tefði okkur, tókst að ná alimörgum borsýnum þótt trjábolirnir væru freðnir. Þetta kom þó yfirleitt í veg fyrir, að hægt væri að bora svo djúpt í bolina að við gætum ákvarðað aldur þeirra. Það tókst að ná 36 borsýnum úr bolum, sem valdir voru af handahófi. Sýnin skiptust þannig eftir trjátegundum: 14 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.