Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 81
ARNIBRAGASON
Ársskýrsla Rannsóknastöðvar
Skógræktar ríkisins 1990
Arið 1990 var ár deilna og mikilla breytinga á Mógilsá. Við upphaf
ársins ríkti bjartsýni, nýir starfsmenn voru ráðnir, út komu fjölrit,
unnið var að mynd um rannsóknir og undirbúin var útplöntun í
verkefni sem er samstarf Mógilsár, Landgræðslu ríkisins og Kanadamanna
að Gunnarsholti. Unnið var að rannsókna- og þróunarverkefni með iðnvið
og þann 1. mars voru stórir umdeildir ræktunarsamningar gerðir við garð-
yrkjubændur um hraðfjölgun á ösp, án samráðs við skógræktarstjóra og
stjórn Rannsóknastöðvarinnar.
Deilan varð opinber í maí, forstöðumaður sagði starfi sínu lausu í ann-
að sinn á árinu og var þá sagt að taka pokann sinn strax um mánaðamótin
maí-júní. Afleiðingin varð sú að allir starfsmenn utan tveir á Rannsókna-
stöðinni sögðu upp störfum. Skógræktarstjóri, landbúnaðarráðherra og
ýmsir aðrir reyndu að koma á sáttum en án árangurs. Starfsmenn héldu
fast við að þeir sæju sér ekki fært að vinna á staðnum ef ekki yrði hvikað
frá þeirri ákvörðun að forstöðumaður hyrfi af staðnum. Við þetta sat og
starfsemin lamaðist, einungis var unnið að brýnustu verkefnum eftir það
og flestir starfsmenn mættu ekki til vinnu eftir sumarfrí.
Ný reglugerð var sett fyrir Rannsóknastöðina á árinu 1990. Helsta breyt-
ingin frá fyrri reglugerð er skipun fagráðs sem stjórnar fyrir Rannsókna-
stöðina.
Fagráð skipa eftirtaldir: Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri, for-
maður, Jón Loftsson skógræktarstjóri, Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkur, tilnefndur af Skógræktarfélagi íslands, dr. Jón Bragi Bjarnason
tilnefndur af Raunvísindastofnun Háskóla íslands, Pétur Ólason garðyrkju-
maður tilnefndur af Félagi garðplöntuframleiðenda, Þorsteinn Tómasson
forstjóri tilnefndur af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og fulltrúi
starfsmanna á Mógilsá var fyrst dr. Kristján Þórarinsson, en Sigvaldi
Ásgeirsson tók sæti hans frá áramótum 1990-91 og varamaður er dr. Ása
L. Aradóttir.
Fyrsta verk nýs fagráðs var að fjalla um umsóknir um stöðu forstöðu-
manns fyrir Rannsóknastöðina. Dr. Árni Bragason var skipaður til 6 ára frá
2. ágúst. Hann er líffræðingur frá HÍ og jurtaerfðafræðingur Ph.D. frá Land-
búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
71