Skógræktarritið - 15.12.1991, Page 81

Skógræktarritið - 15.12.1991, Page 81
ARNIBRAGASON Ársskýrsla Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins 1990 Arið 1990 var ár deilna og mikilla breytinga á Mógilsá. Við upphaf ársins ríkti bjartsýni, nýir starfsmenn voru ráðnir, út komu fjölrit, unnið var að mynd um rannsóknir og undirbúin var útplöntun í verkefni sem er samstarf Mógilsár, Landgræðslu ríkisins og Kanadamanna að Gunnarsholti. Unnið var að rannsókna- og þróunarverkefni með iðnvið og þann 1. mars voru stórir umdeildir ræktunarsamningar gerðir við garð- yrkjubændur um hraðfjölgun á ösp, án samráðs við skógræktarstjóra og stjórn Rannsóknastöðvarinnar. Deilan varð opinber í maí, forstöðumaður sagði starfi sínu lausu í ann- að sinn á árinu og var þá sagt að taka pokann sinn strax um mánaðamótin maí-júní. Afleiðingin varð sú að allir starfsmenn utan tveir á Rannsókna- stöðinni sögðu upp störfum. Skógræktarstjóri, landbúnaðarráðherra og ýmsir aðrir reyndu að koma á sáttum en án árangurs. Starfsmenn héldu fast við að þeir sæju sér ekki fært að vinna á staðnum ef ekki yrði hvikað frá þeirri ákvörðun að forstöðumaður hyrfi af staðnum. Við þetta sat og starfsemin lamaðist, einungis var unnið að brýnustu verkefnum eftir það og flestir starfsmenn mættu ekki til vinnu eftir sumarfrí. Ný reglugerð var sett fyrir Rannsóknastöðina á árinu 1990. Helsta breyt- ingin frá fyrri reglugerð er skipun fagráðs sem stjórnar fyrir Rannsókna- stöðina. Fagráð skipa eftirtaldir: Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri, for- maður, Jón Loftsson skógræktarstjóri, Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, tilnefndur af Skógræktarfélagi íslands, dr. Jón Bragi Bjarnason tilnefndur af Raunvísindastofnun Háskóla íslands, Pétur Ólason garðyrkju- maður tilnefndur af Félagi garðplöntuframleiðenda, Þorsteinn Tómasson forstjóri tilnefndur af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og fulltrúi starfsmanna á Mógilsá var fyrst dr. Kristján Þórarinsson, en Sigvaldi Ásgeirsson tók sæti hans frá áramótum 1990-91 og varamaður er dr. Ása L. Aradóttir. Fyrsta verk nýs fagráðs var að fjalla um umsóknir um stöðu forstöðu- manns fyrir Rannsóknastöðina. Dr. Árni Bragason var skipaður til 6 ára frá 2. ágúst. Hann er líffræðingur frá HÍ og jurtaerfðafræðingur Ph.D. frá Land- búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.