Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 48

Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 48
með auxin-vaxtarþáttum. Vegna þess hve einföld og örugg aðferðin er (þ.e. lítil hætta á stökkbreytingum) hefur brumræktun fram að þessu verið ráð- andi aðferð í örfjölgun skrautjurta. Brumræktun er mjög vel fallin til örfjölgunar á fullþroska lauftrjám (2. mynd). Nefna má að fyrirtækið Hortus (Kemira) í Finnlandi framleiddi og seldi um hálfa milljón plantna af völdum trjám af hengibjörk árið 1988-89 (persónulegar upplýsingar í heimsókn í sept. 1989). Úrvalseinstaklingum af blæasparblendingum7 og gráelri26 hefur einnig verið fjölgað í stórum stíl með þessari aðferð svo dæmi séu nefnd. Brumræktun hentar verr fyrir barrtré þar sem erfiðlega hefur gengið að fá axlabrum þeirra til að springa út og vaxa á næringarblöndu. 4.2. Líffæranýmyndun Við líffæranýmyndun (1. mynd) vaxa sprotar frá vaxtarbroddum eða sprotavísum, sem nýmyndast á laufblöðum eða öðrum vefjum eftir cytokinin-meðferð. Nýmyndunin verður ýmist beint frá vefjarbútunum eða eftir tímabil ósérhæfðs frumuvaxtar (callus). Bein líffæramyndun er æski- legri þar sem óheftur frumuvöxtur er talinn auka hættu á stökkbreyting- umii 25. Sprotavísarnir eru fluttír yfir á vaxtarþáttalausa næringu til að örva lengdarvöxt og ræting fer fram á sérstakri rótarnæringu áður en sprotum er plantað í jarðvegsblöndu. Ef um eldri tré er að ræða eru lengdarvöxtur og ræting sprotanna oftast þröskuldar í ferlinu. Hjá barrtrjám hefur mikil áhersla verið lögð á tilraunir með líffæraný- myndun, þó nokkuð hafi dregið úr henni eftir að aðferðir til kynlausrar kímmyndunar (sjá 4.3) voru þróaðar. Algengt er að byrjað sé með kímnál- ar, brum eða æxlunarvefi. Ef upphafsefniviðurinn er nógu ungur (þ.e. kím) virðist vera hægt að fjölga flestum barrviðum og einungis spurning um vinnu að aðlaga aðferðina að hverri tegund fyrir sig. Hjá örfáum tegundum barrtrjáa, Pinus radiata17 og Sequoia spp.6, hefur tekist að fjölga fullþroska 2. mynd. Örfjölgun á ilmbjörk (Betula pubescens) frá brumum31. A) Hepp'degasl er að taka greinar snemma vors og láta þcer springa i út í vatni við stofuhita. B) Nýútsprungin brum eru sótt- hreinsuð og komið fyrir á nær- ingu sem örvar sprotavöxt. WPM24 (woody plant medium) með 2-6 uM BAP (benzyl amino- i purin) hefur reynst vel C) Eftir nokkurn tima. sem er breytHegur eftir arfgerðum og árstima, byrja nýir sprotar að vaxa frá bruminu D) Þegar sprotarnir eru 2-3 cm langir má ræta f>á eða deila upp á nýjan leik til fjölgunar. E) Birkisprotana er auðvelt að rceta áWPM með 0-1 uM IBA (indole butyric acid), eða stinga beint í jarðvegsblöndu eftir dýfingu í veika IBA lausn. F) Vefrœktaðír sprotar eru viðkvæmir fyrsl eftir að þeir koma úr ræktun- arglösunum og eru settir í þoku- klefa i 1-2 vikur meðan þeir eru að ræla sig og aðlagast. Eftir að sprotarœktirnar eru komn- ar vel af stað er fjölgunarhraðinn í birki 2-IOföldun á mánuði eftir arf- gerðum (Myndir-. Snorri Baldursson) 46 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.