Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 30

Skógræktarritið - 15.12.1991, Side 30
Lengi hefur tíðkast að fá skólabörn til þess að planta trjám svo sem gert hefur verið hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar og innan margra grunnskóla. Einnig hafa grunnskólarnir verið með reiti til útplöntunar. Sú vinna kynnir nemendum vel hvaða plöntur eru notaðar og hvernig staðið er að gróður- setningu. Það sem verst er við þessa vinnu er að hún verður að eiga sér stað utan hins hefðbundna skólatíma, þar sem of snemmt er að gróður- setja í maímánuði sem er seinasti skólamánuðurinn fyrir sumarleyfi. í framhaldi af framansögðu ákvað ég undirritaður að huga að því hvort ekki mætti nota trjálundi við skólana til þess að fræða nemendur um vöxt og viðgang trjánna, vistfræði skógarins og fleira sem fylgir lífríkinu í skógarlundinum. Því ákvað ég haustið 1983 að athuga hvort ekki væri möguleiki að fylgjast með vexti nokkurra grenitrjáa sem vaxa á vestanverð- um Hamrinum í Hafnarfirði. Þessi grenitré, sem flest eru sitkagreni, voru gefin Rotaryklúbbnum í Hafnarfirði af félögum þeirra í Noregi. Ekki er mér kunnugt um kvæmi trjánna en þarna hafa þau vaxið alveg þokkalega. Stað- setning trjánna hentar einkar vel fyrir Flensborgarskólann þar sem hægt er að ganga að þeim í venjulegum kennslutíma. Hugmyndir að því hvernig staðið er að rannsóknum á vexti trjáa tók ég aðallega úr grein Hákonar Bjarnasonar, Mælingar á árhringjum trjáa, sem birtist í afmæiisriti Sigurð- ar Þórarinssonar, Eldur er í norðri, sem kom út 1982 (1). Ekki leyfði tækja- kostur skólans að trén væru boruð til að telja árhringa enda þarfnast slíkt meiri þjálfuhar en hægt er að ætlast til af þessum nemendum. Nemendur eru á aldrinum 17-20 ára og hafa verið að taka áfanga í vistfræði innan líf- fræðinnar (LÍF1136 eða LÍF2136). í upphafi voru valin 15 tré. Ekki var hægt að velja einhver meðaltré held- ur varð valið að byggjast á því hve auðvelt nemendum var að mæla þau, t.d. hve auðvelt er að komast að þeim o.s.frv. Nemendur mældu hæðina með stikum og ummál með málbandi svo ekki var tækjakosturinn flókinn. Auk venjulegra mælinga bætti ég við mælingum á lengd vaxtarsprota árs- ins og ummáli trjánna við rót, en ég sleppti þar á móti mælingum eins og yfirhæð og árhringum. Síðan 1983 hafa þessar mælingar verið endurteknar svo til árlega alltaf á sömu trjánum á svipuðum tíma árs (okt.-nóv.). Nemendur hafa síðan reiknað út frá mælingunum, viðarvöxtinn, árlegan vöxt og teiknað línurit yfir mælingarnar og skrifað skýrslu. Ég læt hér fylgja með línurit sem sýnir lengdarvöxtinn þessi 7 ár sem verkefnið hefur staðið. Greinilegt er að vöxturinn er mismunandi milli ára. Þarna virðist aðallega um að kenna veðurfarssveiflum en eins og flestum er kunnugt hafa síðast- liðin ár verið gróðri erfið að mörgu leyti en samt hafa þessi 15 tré náð að vaxa um 1,6 m á þessum tíma. Eftir mælingar síðastliðið haust datt mér í hug að athuga hvort svona einfaldar mælingar með óvönu fólki væru sambærilegar við það sem sér- fræðingar Skógræktarinnar gera, þ.e. hvort niðurstöður okkar séu svipaðar þeirra. Ég fór að leita að greinum þar sem koma fram, mælingar á viðar- magni trjáa og þá sérstaklega sitkagrenitrjáa. Þær sem ég ákvað að nota helst eru greinar eftir Þorberg Hjaíta lónsson skógfræðing um vöxt og ræktun sitkagrenis í Skaftafellssýslum sem birt er í Ársriti Skógræktarfé- iags íslands 1987 (4) og fyrrnefnd grein Hákonar Bjarnasonar (1). (Auk þeirra eru greinar í heimildaskrá.) Báðir nota aðrar aðferðir en við í Flens- borg gerum en ákveðnar stærðir má reikna til samanburðar. Ég reiknaði út viðarmagn á hektara miðað við 1550 tré á hektara. Ég fékk 3,6 m3/ha/ár en Þorbergur 7,9 m3/ha/ár. Þarna finnst ef til vill einhverjum að miklu muni en 28 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.