Skógræktarritið - 15.12.1991, Síða 5

Skógræktarritið - 15.12.1991, Síða 5
IVAR SAMSET Reki á Ströndum Flutningaleiðir náttúrunnar bættu úr viðarskorti í skóglitlu landi. Mynd 1. Haukur Ragnarsson skógarvörð- «r skipulagði ferðina. Hér tekur hann borsgni úr trjábol á Þorpum. Regiom! Forester Haukur Ragn- arsson planned the trip. Here he takes a sample from a test !og near Þorpar. Inngangur Þegar ég kom fyrst til íslands fyrir þrjátíu árum var mér sagt frá því, að mik- ið magn rekaviðar væri á norðurströndum landsins. Bændur söfnuðu hon- um saman, söguðu eða nýttu á annan hátt. Þetta þótti mér forvitnilegt, og ráðgerð var ferð til þess að skoða þessa „náttúruauðlind" nánar. Af þessu varð þó ekki fyrr en dagana 22.-29. júlí 1990, eða þrjátíu árum síðar. Að frumkvæði Hauks Ragnarssonar bauðst þeim er þetta ritar að ferðast um Strandir til sýnatöku og annarra athugana sl. sumar. Þar sem rekavið- urinn berst til Ísíands-stranda úr norðri, var farin stutt ferð til Jan Mayen í nóvember 1990, til þess að ganga úr skugga um það, hvort rekaviði þar svipaði til þess, sem er á íslandi. Skógrækt ríkisins og Norska þjóðargjöfin kostuðu ferðalagið á íslandi og Norska skógrannsóknastofnunin greiddi ferðakostnað til íslands. Fjar- skipta- og upplýsingadeild flughersins norska sáu fyrir fari til Jan Mayen. Jens Odegaard höfuðsmaður léði okkur öflugan farkost, meðan á dvöl okk- ar stóð á Jan Mayen. Hér með færi ég ofangreindum stofnunum, svo og þeim sem nefndir eru í ritgerðinni, þakkir fyrir alla þá hjálp og aðstoð, sem gerði mér kleift að ljúka þessari rannsókn. Rekaviður á íslandi Landsvæði þau, sem umlykja hin miklu hafsvæði í nágrenni Norður- heimskautsins, eru ýmist trjálaus eða vaxin lágvöxnum runnagróðri. Þau eru of norðarlega til þess, að þar vaxi nothæft timbur. Skógarmörkin eru sunnar. Engu að síður er á fjörum þessara svæða að finna mikið magn gildra trjábola og stofna, oft í mörgum lögum á breiðu belti á rekaströnd- um. Þetta hefur margan undrað, og verið umtalsverð hlunnindi, þar sem annars væri timburskortur. í ferðabók sinni (1780) lýsir Olavius ýmsum tegundum rekaviðar, en svo sem kunnugt er fjallar hún um landshagi á ís- iandi, og var ferð hans farin að tilhlutan dönsku stjórnarinnar. Þá lýsti Gumprecht rekaviði á ýmsum ströndum Norður-Atlantshafsins í Zeit- schrift fúr Allgemeine Erdkunde árið 1854. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.