Skógræktarritið - 15.12.1991, Page 35

Skógræktarritið - 15.12.1991, Page 35
svara hlut íslands í viðleitninni að iáta ekki skóga jarðarinnar ganga saman. En auk þessarar ræktunar nytjaskóga er nú mikill áhugi að rækta skóg til landgræðslu, landbóta og yndisauka. f því sambandi er ástæða til að vekja athygli á hugmynd ungs skógfræðings, dr. Ásu Aradóttur. Hún telur hugsanlegt að gróðursetja í þessu skyni aðeins í dreifða skógarlundi en sjálfgræðsla verði látin sjá um að fylla upp í rjóðrin á milli þeirra. Náttúran gengi þannig í lið með manninum. En til þess að svo megi verða þarf að hlúa vel að þessum dreifðu trjálundum, svo þeir fari sem fyrst að bera fræ. Á þennan hátt mætti til dæmis taka fyrir 10.000 hektara á ári, en til þess þyrfti ef til vill ekki nema 2-3 milljónir trjáplantna. Ef þannig væri haldið áfram í eina öld, væri skóglendið búið að breiðast yfir tíunda hluta landsins. Nú verður kannske einhver til að spyrja: En hefur það mikla þýðingu að útbreiða skóginn svona mikið umfram það sem þarf til að afla þess timb- urs sem hér þarf að framleiða? Er ekki gróðurlendið nóg handa þeim minnkandi landbúnaði sem borgar sig að hafa á íslandi? Eru það ekki bara draumórar og fornaldardýrkun að klæða landið skógi? Vissulega blæs ekki byrlega með útflutning búvara. En ekki þarf svo að verða um alla framtíð. Horfurnar eru því miður þær að víðast erlendis skerðist smám saman ræktunarland, sem þó er sívaxandi þörf fyrir, auk þess sem mengun gerir framleiðsluna sífellt verðminni. Gott og tiltölulega hreint land verður þess vegna sífellt verðmætara. Stækkandi trjálundir í öllum hlýrri byggðum, ekki síst birkið, stórbæta Iandið. Þeir veita skjól og yl, því að gagnstætt flestum timburskógum er birki sjaldnast þéttara en svo að sólarylur nái til undirgróðurs. Þegar skógur hefur náð nokkrum þroska, er slíkt gróðuriendi vel fallið til beitar, túnræktar og hvers konar ræktunar, eftir því sem þörf gerist, auk þess sem það er hið ákjósanlegasta land fyrir sumarbyggð og útivist. Til að hrinda umfangsmikilli skógrækt í framkvæmd þyrfti auðvitað góða skipulagningu, miklar girðingar og aðrar framkvæmdir, því að sérstök nauðsyn er að hafa stjórn á beit og öðrum landnytjum. En hér er til mikils að vinna. Þetta væri verkefni, sem í fyrir- sjáanlegri framtíð gæti bætt fyrir skógareyðingu liðinna alda að verulegu leyti. Það er alltaf uppörvun að geta séð fyrir endann á miklu ætlunarverki. Að kiæða landið sínum fyrri búningi gæti talist eitthvert mesta átak til umhverfisverndar sem nokkur þjóð hefur tekið sér fyrir hendur. Annað eins stórvirki í einu kaldasta ræktunarlandi jarðarætti að verða öðrum þjóðum hvatning til að láta ekki sinn hlut eftir liggja. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.