Skógræktarritið - 15.12.1991, Síða 13

Skógræktarritið - 15.12.1991, Síða 13
Mynd 8. Rekaviður í Skjaldabiarnarvík. Drift timber at Skjaldabjarnar- vík. Mynd 9. Heirnagrafreitur í Skjalda- kjarnarvík. ^ small cemetery and some remains of buHding foundations are Me onty reminders of the Skjaldabjarnarvík farm. í Skjaldabjarnarvík gerðum við strandhögg, þótt með öðrum hætti væri en á víkingaöld. Farið var í land til þess að reyna að slá máli á rekaviðar- magnið. Þarna hefur rekaviður safnast saman á nokkrum stöðum um langt árabil. Rekakösturinn, sem við mældum, var 280 m að lengd. Býlið fór í eyði fyrir um 50 árum og standa aðeins húsatætturnar eftir. Þarna er gam- all heimagrafreitur, sem segir sína sögu um horfna tíð og menningu (mynd 9). Upp af rekafjörunni er mýrlent graslendi. Þar mátti sjá trjáboli, sem að miklu eða mestu leyti voru huldir jarðvegi. Rekabeltið eða kösturinn náði allt að ca 7 metrum ofar en hæsta sjáv- arstaða. Þetta bar það með sér, að þarna getur orðið gífurlegt brim, sem getur kastað rekatrjánum langt inn á land. Meðalbreidd rekabeltisins var 23 m, svo að það náði yfir 0,64 ha. Þar sem rekinn hefur ekki verið nýttur síðustu 20 árin að heita má, gefur þetta góða hugmynd um meðalreka- magn á tímabilinu. Við mældum þrjár línur þvert á rekabeltið, frá fjöru- borði að efstu mörkum þess. Sumpart er um að ræða langa og góða trjá- boli. En brim og öldugangur í ísnum og við grýtta ströndina hafa leikið hiuta rekaviðarins grátt. Því er þarna mikið um brotna stofna og trjábúta af ýmsum stærðum. Við mældum alla boli, sem voru lengri en 1 m og gild- ari en 10 cm. Börkur er hverfandi á rekaviði, aðeins við kvisti og rótarenda bolanna. Það mældust vera 339 m3 í rekabeltinu. Til viðbótar koma á að giska 150 m3 af smáviði og trjábútum, sem ekki voru mældir, en þetta er auðvitað umdeilanlegt mat. Mikið af þessum smáviði hafa náttúruöflin mótað á hinn furðulegasta hátt. Listamenn gætu áreiðanlega notfært sér þessi auðæfi. í rekabeltinu voru sem sagt 339 m3:0,64 ha, sem svarartil 530 m3/ha. Það eru ekki margir skógarteigar í Noregi, sem státa af slíku viðarmagni. Ef við gerum ráð fyrir því að þetta rekatimbur hafi safnast þarna saman á síðustu 20 árum, þá er árlegt rekamagn að meðaltali 26,5 m3/ha á ári (og ef smá- viðurinn er meðtalinn 38 m3/ha á ári). SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.