Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 8
Landið er 15-16 km frá sjó; það
er víðsýnt til allra átta og skjól-
laust með öllu. Austanveður
standa utan af hafi og eru oft
þung og þrálát en norðan- og
norðaustanveður býsna hörð. Úr-
koma er langtum minni en uppi
við Síðuna, og þótt hressilega
rigni stundum, hripar vatnið við-
stöðulaust niður í gegnum 20-30
metra þykkt gjallhraunið. Þetta er
erfitt land til ræktunar og flestar
aðstæður andsnúnar skógrækt,
enda telst það liggja utan þeirra
svæða þar sem skógrækt á rétt á
sér.
Ræktunarsagan hefst fyrir ald-
arfjórðungi, þegar farið var að
reyna gróðursetningu í smáum
stíl. Ég leitaði fanga sem víðast
og reyndi að afla mér upplýsinga
um ræktun við erfiðar aðstæður,
en þá vitneskju var hvergi að
finna, svo ótrúlegt sem það nú
er. Tiltækur fróðleikur á því sviði
var almenns eðlis og lítið á hon-
2. mynd. Landbrotshólar 1988. Horft í
vesturtil Mýrdalsjökuls. Ekki leynirsér
hvílíkur harðbali landið er og gróður-
inn þyrrkingslegur. Það sýnist fráleitt
að sjá trjáskjól á þessum stað, en þau
gerðu sitt gagn og gróðurinn er nú tveir
til þrír metrar á hæð.
3. mynd. Holugröftur, júlí 1995. For-
senda farsællar ræktunar í ófrjóu þurr-
lendi er að grafa holu og koma búfjárá-
burði undir trjáplöntuna. Hérþurfaað
fara fram jarðvegsskipti og við notum
sem minnst af hnausnum sem upp úr
holunni kom.
4. mynd. Spilda undirbúin til ræktun-
ar, júlí 1995. Þetta land sýnist grænt
yfir að líta, en hér var nálega svartur
sandur fyrir aldarfjórðungi. Það þarf
því að koma miklum áburði niður í
þetta land, eigi trjágróður að dafna.
Hér á að hlynna að gróðri fyrstu fjögur
árin, kasta að honum áburði á vorin,
eyða grasi kringum hann og skýla barr-
plöntum. Þess vegna eru holur grafnar
í röðum til hægðarauka. Gróður vex
upp með tíð og tíma, fyliir út í vaxtar-
rými sitt og þá liggja raðir ekki í augum
uppi. Ökuleið um landið sést vinstra
megin á myndinni. Hverri einingu er
ætlað 6 fermetra vaxtarrými.
6
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998