Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 10

Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 10
Hrossatað er svo mildur áburður að óhætt er að nota hann glænýj- an úr skepnunni og stinga bakka- plöntum eða stiklingum niður í hann óblandaðan. Hrossatað er fyrst og fremst góður miðill til að láta ungan gróður ræta sig, en raunverulegt áburðargildi er tak- markað og endist alls ekki nema fyrsta sumarið. Öðru máli gegnir um sauðatað; það er snöggtum kraftmeira. Þess vegna látum við það liggja og frjósa einn vetur áður en við not- um það. Þá stingum við bakka- plöntum eða stiklingum beint niður í sauðataðið, og má búast við að það leggi nýjum gróðri talsvert lið í tvö ár; ekki síst stuðlar það að því að hann ræti sig vel á nýjum vaxtarstað. Við fyllum hina stungnu holu af búfjáráburði og þjöppum hann lítið eitt. Búfjáráburður er lífrænn massi og rýrnar því nokkuð og sígur saman fyrsta árið. Þess vegna má holan vera vel full, jafnvel ofurlítið kúfuð í upphafi. Síðan tökum við svolitla mold neðan úr hnausnum sem úr hol- unni kom og setjum 1-2 cm lag yfir áburðinn til þess að útiloka illgresi. Þar með er holan tilbúin til notkunar og við getum stungið niður í hana bakkaplöntu eða einum eða tveimur stiklingum. Mér finnst sérlega hagstætt að stinga holur seinni part sumars og eiga þær tilbúnar næsta vor. Þá er áburðurinn búinn að ryðja sig yfir veturinn, orðinn fuliur af ánamöðkum og albúinn að taka vel við nýrri plöntu. Ef hola er látin bíða plöntulaus yfir vetur- inn, tek ég efri hlutann af hnausnum sem upp úr henni kom og hvolfi honum yfir holuna; þá er innihald holunnar hráblautt þegar tekið er ofan af henni við gróðursetningu næsta vor. Það kemur sér vel á harðvelli, því að oft eru maí og fyrri hluti júnímán- aðar þurrviðrasamir á Suðaustur- landi. (6. mynd) Hin ókunnuglega ræktunarað- ferð að stinga bakkaplöntum og stikiingum niður í óblandaðan búfjáráburð hefur verið notuð með mjög góðum árangri við margar tegundir: birki, furu, greni, lerki, ösp og vfði, auk nokk- urra runna, og alls staðar skilað frábærum vexti, en ein tegund kærir sig ekkert um góðgæti af þessu tagi. Sitkaelri þolir ekki slíkar allsnægtir en vex með ágætum í steindauðri hraunmöl eða gróðurleysu þar sem ekkert annað þrífst. Þá þarf það lfka að hafa rétt sveppasmit á rótum, annars verður saga þess ekki lengri. Hvað á að rækta? Flestir áhugamenn sem sinna skógrækt hugsa um skjól, indælt umhverfi og augnayndi þegar þeir stinga niður plöntu en hug- leiða ekki skógrækt til timbur- framleiðslu eftir 200 ár. Það ber að taka mið af því í plöntuvali og gróðursetningu, gróðursetja ekki of þétt og blanda tegundum þannig að úr verði notalegur úti- vistarskógur með rjóðrum og gönguleiðum. Mér hefurgefist vel að blanda nokkuð saman stiklingaræktun og bakkaplöntum og láta tegundir mynda smáþyrp- ingar. Laufgróður vex skjótt upp af stiklingum og setur hlýlegan svip á landið, greni og fura fara hægar af stað en setja því meiri svip á umhverfi sitt sem lengra líður. Ræktun upp af stiklingum Ræktunarmaður heldur tengslum við iðju sína yfir veturinn með því að afla sér efnis og búa í haginn á einhvern hátt. Vilji maður nota stiklinga til ræktunar, fer hann að horfa í kringum sig á útmánuðum og aðgæta hvar hægt er að fá af- klippur af vaxtarmiklum víði eða ösp. Þá ber að gefa góðan gaum að vaxtarlagi og eiginleikum þess gróðurs sem klipptur er, velja víði eða ösp sem eru hraustleg og þróttmikil, hafa góðan vöxt og greinast ekki um of. Algengast er að nota 1-2 ára sprota, helst toppsprota, og eru þeir klipptir niður í 15-20 cm langa búta en mjósti hluti sprotans er ekki not- aður. Ekki borgar sig að nýta mjög grannar greinar af því að vaxtarmáttur þeirra er lítill; þær skila vissulega plöntum með tíð og tíma, en þær eru lengi að safna þrótti og verða stöndugur gróður. Til hægðarauka við síðari um- hirðu má setja stiklingana 20 eða 25 saman í búnt þannig að allir snúi eins, binda utan um en raða búntunum síðan í plastpoka, skrifa á hann tegund og eininga- fjölda sem í honum er og loka honum, en hafa þó dálítið op svo að pokinn sé ekki alveg loft- þéttur. Stiklingarnir eru lifandi og þurfa að anda. Síðan breiði ég yfir pokana til þess að sól skíni ekki á þá og set þá undir vegg þar sem síst er von á hita. Þannig geymast þeir fram í aprfllok og verður hvorki meint af frosti né þíðu. Þegar stiklingar eru geymdir úti eins og hér er lýst, er hæfi- legt að leggja þá í bleyti í einn sólarhring áður en þeim er stungið í jörð. Skiptir engu hvort þeireru kaffærðir gersamlega eða efri endinn látinn standa upp úr. Áður fyrr stakk ég stiklingum í beð, gegnum plast, eftir hefð- bundinni formúlu, lét plönturnar standa 1-2 ár á vaxtarstað, klippti þær síðan og flutti út í ræktunarlandið. Einhvern tíma þegar ég átti rúmar 900 plöntur í beði, fór ég að hugsa: Hvers vegna er ég að flytja allar þessar plöntur út um landið? Er ekki skynsamlegra að stinga stikling- unum beint á tilvonandi vaxtar- stað, hlífa þeim við klippingu og spara sjálfum mér fyrirhöfn? Ég brá á það ráð og síðan hefur eng- 8 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.