Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 11
um stiklingum verið stungið í
beð. (7. mynd)
Nú kemur sér vel að eiga næg-
ar holur tilbúnar frá fyrra hausti,
fullar af hráblautum búfjáráburði.
Ekki sakar þótt grunnt sé á klaka,
þá hallar maður þara stiklingnum
eftir þörfum svo að hann komist
niður. Stiklingurinn dregur í sig
vatnið umhverfis, verður þrútinn
af vökva en þrum opnast ekki fyrr
en klakinn hjaðnar og jörð tekur
að hlýna.
6. mynd. Greinarhöfundur í júlí 1975.
Ræktunarmaður horfir hugfanginn á
einhverja fyrstu furuna sem sýndi góð-
an vöxt. Ljósm.: Sigurður Þorieifsson.
Aftur stöndum við frammi fyrir
því hvernig við viljum hafa þann
gróður sem vex upp úr viðleitni
okkar. Framan af setti ég einn
stikling f holu; mér fannst ein-
hvern veginn að allt ætti að vera
einstofna sem yxi upp. Smám
7. mynd. Ræktun með stiklingum,
ágúst 1994. Skóflan sýnirað þessir
stiklingar skila a.m.k. 90 cm vexti fyrsta
sumarið á brauðþurru landi. Það hefur
ótvíræða kosti að stinga stiklingum
beint á fyrirhugaðan vaxtarstað, en
engan galla svo séð verði. Þessar
plöntur verða ekki klipptar næsta vor.
Þær hafa myndað góðan stofn og vaxt-
arlag sem ekki má spilla.
5. mynd. Raðirtil allra átta, júlí 1994.
Þegar að er gáð, sést að þessar raðir
liggja ekki bara í norður og suður, aust-
ur eða vestur, heldur líka á ská! Þegar
trjágróður vex upp, blasir það eitt við
að hvarvetna ergott rými milli trjánna
og ekkert tré þrengirað öðru. Kostir
þessa skipulags við umhirðu og að-
hlynningu fyrstu árin eru hins vegar
ómetanlegir.
saman breyttist viðhorf mitt í
þessum efnum. Meðalnýting á
stiklingum við þessar aðstæður
er 75-80%, og þykir mér því hag-
stætt að eiga tvo stiklinga f holu
ef annar bregst. Þá finnst mér
fara vel á því að hafa annars veg-
ar ein- eða tvístofna víðirunna og
hins vegar einstofna tré f land-
inu, og þar sem gróðursetning er
gisin, fyllir tvístofna runni vissu-
lega betur upp í umhverfi sitt en
sá sem einstofna er. Allt er þetta
smekksatriði, en í seinni tíð sting
ég jafnan tveimur stiklingum í
hverja holu.
Ótvíræðir kostir fylgja því að
sleppa forræktun vfði- og aspar-
plantna íbeði. í fyrsta lagi spar-
ast mjög mikil vinna og fyrirhöfn.
f öðru lagi fær stiklingurinn að
ræta sig á væntanlegum vaxtar-
stað, plantan erekki klippt niður
eftir fyrsta árið og hvergi er hrófl-
að við rótum. Það er eðlilegast
fyrir hina nýju plöntu að vaxa við-
stöðuiaust upp á þeim stað sem
hún á að prýða, það á ekki að
klippa hana og skemma vaxtar-
lagið, hún á að mynda stofn og
lyfta krónu upp f þá hæð sem að-
stæður leyfa. Annað mál er það
að víði þarf að klippa til eins og
annan gróður. Vilji menn hafa
fallegan vöxt, klippa þeir megin-
hlutann af þvf sem vex undan
þungri vindátt fyrstu þrjú til fjög-
ur árin; þá er plantan búin að ná
sjálfstæði gagnvart umhverfi sínu
og vex rétt eftir það. (8. mynd)
Tilbúinn áburður
Búfjáráburður er ómetanlegur
undir ungan gróður í ófrjóu landi,
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
9