Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 16
Eftir talsverðar tilraunir varð
niðurstaðan V-laga skjól sem
snýr oddi móti aðalvindátt -
norðaustri miðað við skaftfellskar
aðstæður. Þrír hælar voru reknir
niður og nælt á þá eitthvert efni
með heftibyssu - áburðarpokar
framan af en sfðar dúkur af ýmsu
tagi eða þétt skjólnet. Þessi skjól
skýldu plöntunni frá norðri til
suðausturs, tóku af henni allan
vind, vernduðu hana fyrir skafbyl
og komu í veg fyrir vindkælingu.
Þegar sólar naut síðari hluta
dags, skein hún beint inn í
skjólið og talsverður munur varð
á hita inni í því og utan þess.
Vaxtarhraði jókst verulega og það
skipti meginmáli fyrir ungan
gróður að koma heill undan
hverjum vetri, þrátt fyrir skara-
veður og stórviðri.
Þessi V-laga skjól voru frábær
lausn á vanda ræktunarmannsins
og skiluðu miklum vaxtarauka, en
f þau fór talsvert efni, uppsetning
tók svolítinn tíma, og þau voru
einnota. Það þurfti að leita fleiri
lausna á þessum vanda. Niður-
stöður úr þeirri leit urðu plastílát
af ýmsu tagi. (14. mynd)
14. mynd. Greni á 4. sumri í 10 lítra
plastfötum. Takið eftir harðveilinu,
sneggjunni og hinni gisnu gróðursetn-
ingu. Plastílátin eru margnota, ódýr og
þægileg í meðförum. Þau jafnast ekki á
við V-laga skjólin en eru svo handhæg
og spara svo mikla vinnu að þau eru
ómetanleg.
15. mynd. Brekkan, júlí 1989. Hérvarí
fyrsta sinn tekin fyrir samfelld spilda
og ræktunarþáttunum fjórum raðað
saman. Það var vissuiega spennandi
að sjá hvernig þessi tilraun skilaði sér.
16. mynd. Brekkan, ágúst 1994. Sama
svæði, sex ára gróður. Miðað við
myndina á undan er eins og horft sé
skáhallt yfir neðri hluta hennar upp til
vinstri. Stunguskóflan úti á jaðrinum til
vinstri gefur hæðarviðmiðun. Tilraunin
lofar góðu. Trén eru hraustleg og státin
þrátt fyrir óvænlegt umhverfi. Þau eru
komin af ómagaframfæri og þiggja ekki
aðhlynningu af neinu tagi. Ökuleið
liggur um landið.
14
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998