Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 18
17. mynd. Brekkan, júlí 1996. Afstaðan
er eins og horft sé frá vinstri yfir neðri
hluta myndarinnar frá 1989 ogaðeins
víðar. Hér er gróður á 8. sumri og sýn-
ist í eðlilegum vexti. Nú er komið að
merkum áfanga í stöðu gróðurs gagn-
vart vindálagi á þessum veðumæma
stað. Gróður hefur náð þeim vexti að
hann fer að gleypa skafbylinn, sem
stundum hefur sorfið sitkagrenið
grimmilega. Myndin ertekin í norð-
austur, hörðustu vindátt í vetrarbyl]-
um. Ég tek svo til orða að landið sé
orðið „loðið" þegar þessum áfanga er
náð.
geta að það sést best eftir hálfa
öld hvað á helst heima á þessum
stað, en hver hefur áhyggjur af
því? Þannig eru mörg mannanna
verk.) (18. mynd)
Ræktun hefurverið mismikil
eftir árum, oft nálægt tveimur
hekturum, og gróðursetning hef-
ur þokast austur á bóginn, ofan
af hinu þurra hrauni, niður í
mýri, út á örfoka land og svartan
sand. Hvert svæði er spennandi
viðfangsefni, sem krefst eigin teg-
undavals og stundum nýrra að-
ferða. Hér má minnast á tvær
tegundir og nefna þær sem dæmi
um skýrar sérþarfir sem skera úr
um líf eða dauða.
Jörfavfðir er skemmtileg víði-
tegund, ættaður vestan frá
Alaska. Hann er hraðvaxta og
þrífst vel f rýrum jarðvegi. Ég
gróðursetti hann fyrst í hinni
köldu brekku sem áður var
nefnd, og þar skilaði hann meiri
vexti en ég hafði nokkru sinni
kynnst, var greinafár og beinvax-
inn eins og besta ösp. Þá hugð-
ist ég hleypa honum upp með
svipuðum hraða við betri að-
stæður og setti hann á flatlendi,
heldur skárra land. Þá kom í Ijós
að umhverfið hentaði honum
ekki, þarna komu svalar nætur
nokkrum sinnum á sumri, stöku
sinnum frost, hann kól ár eftir ár
og nær sér alls ekki upp. Ef ég
hefði byrjað á því að setja jörfa-
víðinn á flatlendið, hefði ég
sennilega misst allt álit á hon-
um í upphafi og ekki sinnt
honum frekar. Sannleikurinn er
sá að þetta er frábær gróður á
vindasömu og rýru landi, á
hávöðum og í brekkum; hann
heldur ótrúlega góðu vaxtarlagi
þrátt fyrir vindálag og vex minna
undan vindi en brúnn alaskavíðir
gerir við slfkar aðstæður. (19.
mynd)
Lerkiræktun f Skaftafellssýslum
er dæmi um jaðarræktun á mörk-
um þess sem vit er í. Hin þráláta
þunga hafátt úr austri hentar
sitkagreni vel en er illþolanleg
fyrir lerki, sem er meginlandstré.
Ég hafði að vísu hugmynd um
þetta en þurfti þó að reyna, þótt
ekki væri til annars en hafa fáein
lerkitré í landinu til fjölbreytni.
Reynsla mfn er sú að lerki á
16
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998