Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 30
starfsmönnum Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins og Náttúru-
fræðistofnunar. Einnig er stuðst
við fasteignamat jarða frá árinu
1942. Kortin eru miðuð við
hreppaskipanina eins og hún var
árið 1970, en hreppaskipunin var
breytileg eftir mannfjölda. Þar
sem nú er skógur hefur hann
einnig verið um 1700. Kortið er
gert þannig að merktir eru með lit
þeir hreppar þar sem óx að
minnsta kosti eldiviðarskógur.
Ef skógur var aðeins á einni eða
tveimur jörðum í hrepp, þá var sá
hreppur ekki talinn til skóga-
hreppa. Skógleysi láglendishrepp-
anna í Árnes- og Rangárvallasýslu
stingur í stúf við skógahreppa í
uppsveitum og á afréttarmörkum
í sömu sýslum. í ellefu hreppum
Vestfirðingafjórðungs er skógur
ekki talinn til hlunninda í jarða-
bókÁrna og Páls. Einnig er sleppt
sjö hreppum, þar sem skógur eða
kjarr finnst aðeins á einum bæ í
hverjum hreppi. Segja má að
skógahrepparnir hafi verið sam-
felldir frá Eystri-Rangá á Suður-
landi til Eyjafjarðar og frá Sval-
barðsströnd í Eyjafirði til Geir-
landsár og Stjórnarsands á Suð-
austurlandi. Skógar eru þó mjög á
fallanda fæti víða um land í upp-
hafi átjándu aldar.
Annað kortið, sem hér er sýnt
er frá árinu 1888 (5. mynd). Undir
lok 19. aldar var hrísrif mikið farið
að minnka, eins og sjá má. Hrísrif
var þá einkum stundað á Austur-
landi og Vesturlandi, en mun
minna á Norður- og Suðurlandi.
Þjóðin var enn fámenn og bjó
enn að mestu leyti í torfbæjun-
um, sem ekki voru upphitaðir að
neinu ráði, svo hrísið var mest
notað til eldsneytis.
Þriðja kortið, sem er frá 1918
sýnir nokkra breytingu á því,
hvar hrís var rifið árið 1888.
Hrísrif jókst á Suðurlandi og í
Þingeyjarsýslum, en dróst nokk-
uð saman á Vesturlandi og Vest-
fjörðum (6. mynd).
Veruleg umskipti hafa orðið á
högum íslendinga á 20. öld. Fyrri
heimsstyrjöldinni er að ljúka og
íslendingar hafa fengið sjálf-
stæði. Margt hefur breyst þjóð-
inni í hag, enn má þó merkja
áhrif styrjaldarinnar á þjóðlífið.
Eitt af því sem vekur athygli er að
nú má sjá í landshagsskýrslum
mun meira hrísrif en var tæpum
35 árum fyrr. Á styrjaldarárunum
var erfiðara og dýrara að fá kol en
verið hafði og þar að auki höfðu
landsmenn tekið upp ýmsa aðra
lífshætti en fyrr hafði verið. Nú
bjuggu fleiri í þorpum en fyrr
hafði verið. Timburhús höfðu tek-
ið við af torfbæjunum. Ein mesta
breytingin var þó ef til vill sú, að
nú urðu menn að hita upp híbýli
4. mynd. Hreppar þar sem hrísrif er talið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns.
5. mynd. Hreppar þar sem hrísrif er talið í búnaðarskýrslu Stjórnartíðinda fyrir
ísland 1888.
28
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1998