Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 42
11. mynd. Veggjaglæða (Xanthoria pari-
etina) á reyniviðartré í garði á Akranesi
árið 1983.
12. mynd. Reyniglæða (Xanthoria
polycarpa) á reyniviðarbol í garði við
Hreðavatn árið 1989. Bleðlar skófarinn-
areru gulgráir, en hinar guibrúnu skál-
ar á myndinni eru askhirslur hennar.
gráhverfu á því, að hún hefur
hvítt en ekki gult miðlag.
Af ættkvísl engjaskófa (Peltigera)
eru þekktar tæpar 20 tegundir hér
á landi, og vaxa þær venjulega á
grónum jarðvegi. Örfáar þeirra
vaxa stöku sinnum á trjám. Eink-
um eru það klettaskóf (7. mynd,
Peltigera collina) og giljaskóf (8.
mynd, Peltigera praetextata) sem
finnast á trjám. Þær eru báðar
fremur stórar blaðskófir, oftast
brúnar eða grábrúnar á litinn á
efra borði. Frá hverfunum þekkj-
ast þær á því að neðra borðið er
barkarlaust. Nakið miðlag skófar-
innar snýr því niður, oft með
dökkum æðum eða rætlingum. Á
trjám er helst að þær finnist neð-
an til á gildum bolum, eða á gild-
um, mosavöxnum greinum þar
sem loftraki er mikill. Klettaskóf-
in þekkist frá öðrum tegundum af
engjaskófarætt á því, að hún er
með hraufur á blaðjöðrunum, en
giljaskófin hefur snepa meðfram
sprungum á efra borði og á jöðr-
unum.
Tré sem standa í trjágörðum
heima við hús eða annars staðar
þar sem mikið er um smáfugla á
greinunum, hafa oftast nokkuð
annan fléttugróður en tré sem
standa úti í skógi. Áburður sem
fuglarnir skilja eftir sig á trjánum
veldur því að þar vaxa einkum
áburðarsæknar tegundir. Al-
gengastar þeirra eru fuglaglæða
(Xantfioria candelaria) og fugla-
gráma (Physcia dubia). Fuglaglæð-
an er skærgul á litinn (9. mynd),
myndar litlar, ávalar þyrpingar af
þéttstæðum, örsmáum, skertum
bleðlum sem oft eru kornkenndir
í jaðrana. Fuglagráman er hins
40
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998