Skógræktarritið - 15.12.1998, Page 46
18. mynd. Næfurskóf (Platismatia glauca)
á birki í Austurskógum í Lóni árið 1996.
19. mynd. Flatþemba (Hypogymnia
physodes) á birkibol í skóginum við
Fálkaás í Geithellnadal 1990.
20. mynd. Pípuþemba (Hypogynmia
tububsa| á birkigrein við Fálkaás í Geit-
hellnadal 1990.
Flatþemba (19. mynd, Hypo-
gymnia physodes) og pípuþemba
(20. mynd, Hypogymnia tubulosa)
eru einhverjar algengustu trjá-
fléttur í Skandinavíu. Lengi vel
fundust þær ekki á íslandi nema
sem sjaldgæfir slæðingar á inn-
fluttum viði. Síðar hefur komið í
Ijós að þær eru algengar f áður-
nefndum skógum á Austurlandi.
Þetta eru stórar, blaðkenndar,
gráar skófir, dökkbrúnar eða svart-
ar á neðra borði og minna fljótt á
litið á hraufuskóf eða snepaskóf.
Við nánari athugun sést hins veg-
ar að blaðendarnir eru miklu
þykkari og líkt og útbelgdir í end-
ann og holir innan, og af því er
dregið þembunafnið. Flatþemban
hefur hraufur neðan á uppbeygð-
um hliðarbleðlum, en pípuþemb-
an hefur kúlulaga hraufur á enda
sívalra bleðla. Að öðru leyti eru
þetta líkar tegundir sem oft er
ekki auðvelt að þekkja í sundur.
Flatþemban fannst fyrst íVið-
vík í Skagafirði af Pétri Zóphónf-
assyni árið 1900 (Deichmann-
Brandt 1903). Bernt Lynge fann
hana svo á tveim stöðum, á
rimlagirðingu úr viði á Húsavík,
og á reyniviði í kirkjugarðinum á
Seyðisfirði (Lynge 1940). Degeli-
us fann hana 1956 í Hallorms-
staðaskógi (Degelius 1957). Síð-
an hefur hún fundist víða á Aust-
urlandi allt frá Egilsstaðaskógi og
Hallormsstaðaskógi suður í
Sandfell í Öræfum. Hún vex ekki
eingöngu á trjám, heldur einnig á
jarðvegi innan um annan gróður,
og eins á gömlum, unnum viði.
Pípuþemban fannst fyrst á
Húsavík af Bernt Lynge á sömu
44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998