Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 47
21. mynd. Gullinvarp (Vulpicida pinastri)
á birki í Austurskógum í Lóni 1996.
22. mynd. Gulstika (Parmeliopsis
atnbigua) á trjábol við Fálkaás í Geit-
hellnadal 1990.
rimlagirðingunni og flatþemban
óx á. Sfðar fann ég hana 1978 á
gömlum viði á Selási í Reykjavík,
°g frá 1979 hefur hún fundist
víða á Austurlandi frá Egilsstaða-
skógi suður í Steinadal. Það er
fyrst á Austurlandi sem það
verður Ijóst, að þetta er gömul
tegund í landinu eins og flat-
þemban, annars staðar finnst
hún aðallega sem slæðingur á
■nnfluttum viði.
Gullinvarp (Vulpicida pinastri) er
smávaxin, gulgrá eða fagurgul
skóf með skærgulum hraufum á
nppbrettum blaðröndunum (21.
mynd). Neðra borð bleðlanna er
annars mógrátt eða gulleitt.
Gullinvarp hefur fundist á fjórum
stöðum á íslandi. Fyrst fannst
það 1979 f hlíðinni innan við
Hoffell í Hornafirði, síðar sama ár
f Austurskógum í Lóni, þá í
Steinadal í Suðursveit 1981 og
loks í Egilsstaðaskógi á Héraði
árið 1990.
Að lokum vil ég nefna hér tvær
smávaxnar blaðfléttur, grástiku
(Parmeíiopsis hyperopta) og guistiku
(22. mynd, Parmeliopsis ambigua).
Þetta eru hvort tveggja fremur
smáar skófir með fíngerðum,
þunnum blöðum sem eru alveg
aðlæg trjágreinum eða stofnum
sem þær vaxa á. Bleðlarnir eru
gráir á efra borði en dökkir að
neðan. Báðar bera þær kúptar
hraufur ofan á bleðlunum sem
geta orðið svo þéttar að fléttan
verði nær alþakin hraufum innan
til. Þessar tegundir líkjast mjög
hvor annarri, en aðgreinast á því
að gulstikan inniheldur usnin-
sýru, sem gerir hana gulgráa á lit-
inn, en grástikan hefur enga usn-
insýru og er því hreingrá á lit.
Grástikan er miklu sjaldgæfari,
hefur aðeins fundist í Vaglaskógi
og Egilsstaðaskógi. Stefán Stef-
ánsson grasafræðingur fann fyrst-
urgulstikuna í ísafjarðardal fyrir
vestan árið 1893 en sfðar fann
Bernt Lynge hana í Egilsstaða-
skógi, þar sem töluvert vex af
henni. Árið 1979 fannst hún svo í
Tungufellsskógi við Hoffell í
Hornafirði og í skóginum ÍVið-
borðsdal.
Af hverju er fléttuflóra
birkisins fjölbreyttust á
Austurlandi ?
Þessari spurningu eraðeins hægt
að svara með líkum en ekki vissu.
Öruggt má telja að þessar aust-
firsku tegundir birkisins séu
nokkuð gamlar í landinu, en ekki
nýinnfluttir slæðingar. Þær fylgja
ætíð eftir gömlum birkiskógum,
en eru ekki að nema land þar
sem tré hafa verið gróðursett.
Hins vegar er líklegasta flutnings-
leiðin frá Evrópu, og koma þær
þá fyrst austan að landinu, hvort
sem dreifingin er með vindum
eða fuglum. Svipað mætti hugsa
sér með fleiri austfirskar plöntur,
eins og bláklukku, sjöstjörnu,
gullsteinbrjót og klettafrú. Þær
gætu hafa komið seint til lands-
ins, fyrir fáum þúsundum ára, og
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
45