Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 53
Ættum við að klæða Skeiðarársand með asparskógi? Mynd: A.S.
•ingangur
Alaskaösp (Populus trichocarpa
Torr & Gray) hefur verið ræktuð
hér á landi undanfarna hálfa öld
t'l skjóls og yndis. Tegundin hef-
Ur til að bera ýmsa þá kosti sem
gert hafa hana vinsæla til rækt-
unar í þéttbýli og í sumarbú-
staðalöndum. Má þar helst
nefna að hún vex öðrum trjáteg-
undum hraðar í frjósömum jarð-
^egi, hún er að mestu laus við
asókn sjúkdóma og meindýra og
henni erauðvelt að fjölga með
græðlingum. Allt fram á síðustu
ar hefur hún ekki verið ræktuð til
viðarnytja, enda þótt vöxtur
hennar, við hentug skilyrði, sé
'peiri en annarra trjátegunda hér
a landi. Víða um land má finna
stök tré hennar í görðum sem
náð hafa 12 til 19 m hæð á 25 til
40 árum (Þórarinn Benedikz
1991). f Laugarási f Biskupstung-
um er að finna iítinn asparlund
þar sem meðalársvöxtur hefur
mælst 13,5 og 16,4 mVha á ári
við 36 og 43 ára aldur (Þorbergur
Hjalti Jónsson 1985; Gunnar
Freysteinsson, óbirt gögn), og er
þessi vöxtur sambærilegur við
það sem best þekkist hjá alaska-
ösp f Noregi (Langhammer og
Langlien 1971).
Vegna þess að ræktun alaska-
aspar í stórum stíl til viðarnytja
hefur ekki verið reynd hér á landi
fyrr en á allra síðustu árum, er
lítil þekking til staðar um vist-
fræðilegt þolsvið hennar á
íslandi. T.d. skortir reynslu og
rannsóknir til þess að geta skorið
úr um, hvort ræktun hennar þurfi
að einskorðast við frjósömustu
landgerðir með mikilli umönnun,
eða hvort ná megi viðunandi
árangri í rýrari jarðvegi, með til-
tölulega ódýrum aðgerðum, svo
sem jarðvegsundirbúningi og
hóflegri áburðargjöf. (afnframt er
ekki enn vitað hvaða plöntugerð
sé hagkvæmast að nota hér á
landi við skógrækt með alaska-
ösp.
Þakning, eða „þekja", jarðvegs
(e.: mulching) er erlendis talin
þjóðráð til að koma á legg skóg-
um aspartegunda og annarra
lauftrjáa (Davies 1987a,b; lobling
1990). Notkun polythene plast-
dúks hefur reynst vel til að draga
úr afföilum ungra trjáplantna,
bæði hérlendis (Þorbergur Hjalti
Jónsson og Kristján Þ. Ragnars-
son 1990) og erlendis (t.d.
Davies 1987a,b). Sú aðferð, sem
(obling (1990) telur hafa reynst
einna árangursríkasta við ræktun
aspartegunda f Bretlandi, er hins
vegar að nota hey eða nýslegið
gras sem þakningu í kringum
trén.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
51