Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 55

Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 55
Ársgamlar fjölpottaplöntur, sem ræktaðar voru í Gróðrar- stöðinni Laugarströnd, Laugar- Vatni, var fjölgað með s.k. hrað- fiölgun (Úlfur Óskarsson 1990). Fiölgun og ræktun var með þeim hætti, að sumarið 1991 var smá- UITL laufguðum sumargræðling- um stungið í mold, sem blönduð vartil helminga með Sphagnum mold og vikri. Ræktunarílát voru 150 cm3 fjölpottar. Eftir stungu voru plöntur ræktaðar í þrjár vikur í upphituðu gróðurhúsi, en síðan fluttar út og ræktaðar und- ir glæru plasti eða akrýldúk í 7~10 daga. Að því loknu voru bær fluttar á skjólgóðan stað og geymdar þar, uns þær voru flutt- ar að Mógilsá, vorið 1992. t*akningaraðferðir Viðmiðun I Sandlækjarmýri var allt til- raunasvæðið plægt og herfað vorið 1991, ári áður en tilraunin var sett upp. Þannig varyfirborð iæðvegs f „viðmiðun" að mestu gróðurlaust við gróðursetningu. Á Markarfljótsaurum var allt blraunasvæðið grjótherfað, bannig að „viðmiðun" í tilraun- 'nni var ógróinn, grjótherfaður iökuláraur. Hey A báðum tilraunastöðum var aotað hey úr útflettum „ónýtum" rúlluböggum, sem bændur á hverjum stað létu verkefninu góðfúslega f té. Þess var gætt að 15-20 cm þykkt heylag þekti svæði sem væri a.m.k. 50 cm í radíus út frá hverri plöntu. Húsdýraáburður (skán eða mykja) U.þ.b. 5-10 cm þykkt lag af hús- dýraáburði var lagt í kringum hverja plöntu. í Sandlækjarmýri var notuð mykja, og fór dreifing hennar fram skömmu fyrir gróð- ursetningu vorið 1992. Á Markar- fliótsaurum var notuð skán, og var henni dreift strax eftir gróð- ursetningu, sumarið 1992. Svart plast Notað var 2 m breitt, svart garða- plast (0,05 mm þykkt, frá Plastosi í Reykjavík) til þess að mynda plastlögð beð. Plastið var lagt á tilraunareitina í lok maí 1992, og var notuð til þess plastlagningar- vél frá Lágafelli í Austur-Landeyj- um, sem tengd er við beisli drátt- arvélar. Hvert plastbeð er 1,2-1,3 m breitt og voru 30-40 cm af hvorum jaðri plægðir niður. Not- aðir voru moldarkögglar (á Sand- lækjarmýri) eða möl (á Markar- fljótsaurum) til þess að fergja plastið um miðjuna. Tilraunaskipulag í Sandlækjarmýri voru bornar saman eftirfarandi plöntugerðir: græðlingar, 2-mánaða fjölpotta- plöntur og 1-árs fjölpottaplönt- ur. Á Markarfjótsaurum voru sömu plöntugerðir bornar sam- an, að viðbættum hinni fjórðu (4-ára beðplöntur). Allar sam- setningar af plöntugerðum (þremur í Sandlækjarmýri en fjórum á Markarfljótsaurum) og þakningaraðferðum (þrjár, auk viðmiðunar) voru reyndar í til- rauninni, alls 3x4= 12 meðferð- ir í Sandlækjarmýri og 4 x 4 = 16 meðferðirá Markarfljótsaurum. Allar meðferðir voru endurteknar fimm sinnum í jafnmörgum blokkum. lnnan blokka var þakn- ingalínum raðað tilviljanakennt og plöntugerðum raðað tilvilj- anakennt innan þakningalína. í hverjum meðferðarreit voru 10 asparplöntur, gróðursettar í ein- falda röð með 2 m bili á milli plantna. Hver plöntugerð fór því f 20 m langan reit, en hver þakn- ingarmeðferð myndar 60 m (í Sandlækjarmýri) eða 80 m (á Markarfljótsaurum) langa rönd. Hver rönd er ríflega 1 m breið, en alls eru liðlega 2 m bil milli plönturaða. Gróðursetning og umhirða tilrauna Þ. 21.-22. maívoru græðlingarog plöntur gróðursettar á Markar- fljótsaurum og þann 5. júní í Sandlækjarmýri. Á Markarfljóts- aurum reyndist ógjörningur að nota hefðbundna plöntustafi við gróðursetningu plantna úr fjöl- pottabökkum og var því brugðið á það ráð að nota járnkarl og eða járnspjót við gróðursetningu þeirra. Græðlingum var stungið í aurinn með þeim hætti, að fyrst var járnkarl rekinn niður f aurinn, en um leið og honum var kippt upp var græðlingnum stungið varlega niður þannig að 2-4 cm stóðu upp úr jarðveginum. Beð- plöntur voru gróðursettar með því að grafa holur með malar- skóflu. Gróðursetning plantna úr fjölpottabökkum í Sandlækjar- mýri var unnin með plöntustaf, en græðlingum var stungið beint með svipuðum hætti og gert var á Markarfljótsaurum. Að aflokinni úttekt á afföllum vorið 1993 (ári eftir gróðursetn- ingu) var ákveðið að bæta inn nýjum plöntum í stað þeirra sem reyndust dauðar. Sömu plöntu- gerðum var bætt inn í tilraunina og höfðu verið notaðar árinu áður. Var þetta gert til þess að tilraunin nýttist beturtil að kanna langtímaáhrif þakningar og (eða) plöntugerðar á þrótt plantna, rótarkerfi o.fl. þætti. Var staðsetning íbættra plantna ná- kvæmlega skráð, og vandlega að- greind í skrám frá plöntum sem voru árinu eldri. Gögn um afföll og hæð þessara sfðkomnu plantna eru ekki tekin með f þeim niðurstöðum sem hérverð- ur lýst. Þann 30. júní 1994 voru 30 g af Blákorni (Áburðarverk- smiðju ríkisins) borin í kringum hverja plöntu í tilrauninni á Markarfljótsaurum, u.þ.b. 10-25 cm radíus út frá stofni. Ekki var borið á tilraunina í Sandlækjar- mýri. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.