Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 55
Ársgamlar fjölpottaplöntur,
sem ræktaðar voru í Gróðrar-
stöðinni Laugarströnd, Laugar-
Vatni, var fjölgað með s.k. hrað-
fiölgun (Úlfur Óskarsson 1990).
Fiölgun og ræktun var með þeim
hætti, að sumarið 1991 var smá-
UITL laufguðum sumargræðling-
um stungið í mold, sem blönduð
vartil helminga með Sphagnum
mold og vikri. Ræktunarílát voru
150 cm3 fjölpottar. Eftir stungu
voru plöntur ræktaðar í þrjár
vikur í upphituðu gróðurhúsi, en
síðan fluttar út og ræktaðar und-
ir glæru plasti eða akrýldúk í
7~10 daga. Að því loknu voru
bær fluttar á skjólgóðan stað og
geymdar þar, uns þær voru flutt-
ar að Mógilsá, vorið 1992.
t*akningaraðferðir
Viðmiðun
I Sandlækjarmýri var allt til-
raunasvæðið plægt og herfað
vorið 1991, ári áður en tilraunin
var sett upp. Þannig varyfirborð
iæðvegs f „viðmiðun" að mestu
gróðurlaust við gróðursetningu.
Á Markarfljótsaurum var allt
blraunasvæðið grjótherfað,
bannig að „viðmiðun" í tilraun-
'nni var ógróinn, grjótherfaður
iökuláraur.
Hey
A báðum tilraunastöðum var
aotað hey úr útflettum „ónýtum"
rúlluböggum, sem bændur á
hverjum stað létu verkefninu
góðfúslega f té. Þess var gætt að
15-20 cm þykkt heylag þekti
svæði sem væri a.m.k. 50 cm í
radíus út frá hverri plöntu.
Húsdýraáburður
(skán eða mykja)
U.þ.b. 5-10 cm þykkt lag af hús-
dýraáburði var lagt í kringum
hverja plöntu. í Sandlækjarmýri
var notuð mykja, og fór dreifing
hennar fram skömmu fyrir gróð-
ursetningu vorið 1992. Á Markar-
fliótsaurum var notuð skán, og
var henni dreift strax eftir gróð-
ursetningu, sumarið 1992.
Svart plast
Notað var 2 m breitt, svart garða-
plast (0,05 mm þykkt, frá Plastosi
í Reykjavík) til þess að mynda
plastlögð beð. Plastið var lagt á
tilraunareitina í lok maí 1992, og
var notuð til þess plastlagningar-
vél frá Lágafelli í Austur-Landeyj-
um, sem tengd er við beisli drátt-
arvélar. Hvert plastbeð er 1,2-1,3
m breitt og voru 30-40 cm af
hvorum jaðri plægðir niður. Not-
aðir voru moldarkögglar (á Sand-
lækjarmýri) eða möl (á Markar-
fljótsaurum) til þess að fergja
plastið um miðjuna.
Tilraunaskipulag
í Sandlækjarmýri voru bornar
saman eftirfarandi plöntugerðir:
græðlingar, 2-mánaða fjölpotta-
plöntur og 1-árs fjölpottaplönt-
ur. Á Markarfjótsaurum voru
sömu plöntugerðir bornar sam-
an, að viðbættum hinni fjórðu
(4-ára beðplöntur). Allar sam-
setningar af plöntugerðum
(þremur í Sandlækjarmýri en
fjórum á Markarfljótsaurum) og
þakningaraðferðum (þrjár, auk
viðmiðunar) voru reyndar í til-
rauninni, alls 3x4= 12 meðferð-
ir í Sandlækjarmýri og 4 x 4 = 16
meðferðirá Markarfljótsaurum.
Allar meðferðir voru endurteknar
fimm sinnum í jafnmörgum
blokkum. lnnan blokka var þakn-
ingalínum raðað tilviljanakennt
og plöntugerðum raðað tilvilj-
anakennt innan þakningalína. í
hverjum meðferðarreit voru 10
asparplöntur, gróðursettar í ein-
falda röð með 2 m bili á milli
plantna. Hver plöntugerð fór því
f 20 m langan reit, en hver þakn-
ingarmeðferð myndar 60 m (í
Sandlækjarmýri) eða 80 m (á
Markarfljótsaurum) langa rönd.
Hver rönd er ríflega 1 m breið, en
alls eru liðlega 2 m bil milli
plönturaða.
Gróðursetning og
umhirða tilrauna
Þ. 21.-22. maívoru græðlingarog
plöntur gróðursettar á Markar-
fljótsaurum og þann 5. júní í
Sandlækjarmýri. Á Markarfljóts-
aurum reyndist ógjörningur að
nota hefðbundna plöntustafi við
gróðursetningu plantna úr fjöl-
pottabökkum og var því brugðið
á það ráð að nota járnkarl og eða
járnspjót við gróðursetningu
þeirra. Græðlingum var stungið í
aurinn með þeim hætti, að fyrst
var járnkarl rekinn niður f aurinn,
en um leið og honum var kippt
upp var græðlingnum stungið
varlega niður þannig að 2-4 cm
stóðu upp úr jarðveginum. Beð-
plöntur voru gróðursettar með
því að grafa holur með malar-
skóflu. Gróðursetning plantna úr
fjölpottabökkum í Sandlækjar-
mýri var unnin með plöntustaf,
en græðlingum var stungið beint
með svipuðum hætti og gert var
á Markarfljótsaurum.
Að aflokinni úttekt á afföllum
vorið 1993 (ári eftir gróðursetn-
ingu) var ákveðið að bæta inn
nýjum plöntum í stað þeirra sem
reyndust dauðar. Sömu plöntu-
gerðum var bætt inn í tilraunina
og höfðu verið notaðar árinu
áður. Var þetta gert til þess að
tilraunin nýttist beturtil að
kanna langtímaáhrif þakningar
og (eða) plöntugerðar á þrótt
plantna, rótarkerfi o.fl. þætti. Var
staðsetning íbættra plantna ná-
kvæmlega skráð, og vandlega að-
greind í skrám frá plöntum sem
voru árinu eldri. Gögn um afföll
og hæð þessara sfðkomnu
plantna eru ekki tekin með f
þeim niðurstöðum sem hérverð-
ur lýst. Þann 30. júní 1994 voru
30 g af Blákorni (Áburðarverk-
smiðju ríkisins) borin í kringum
hverja plöntu í tilrauninni á
Markarfljótsaurum, u.þ.b. 10-25
cm radíus út frá stofni. Ekki var
borið á tilraunina í Sandlækjar-
mýri.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
53