Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 58
Mynd 2 (a) Sandlækjarmýri
Meðalhæð lifandi plantna (± staðalskekkja) í hverjum meðferðarlið, frá vorinu 1992
til haustsins 1995; (a) í Sandlækjarmýri og (b) á Markarfljótsaurum. Bókstafir (a,b og
c) vísa til marktækni í mun við samanburð á plöntugerðum innan þakningarmeð-
ferða. Ekki er marktækur munur milli meðferða sem hafa sama bókstaf.
marktæk fyrstu tvö haustin, en
marktækni þessara áhrifa hvarf
þegar leið á árið 1994. Víxlverkun
milli þakningarmeðferðar,
plöntugerðar og tilraunastaðar
(Þ-meðferð x Pl.-gerð x Staður)
var marktæk allt tímabilið.
Á báðum tilraunastöðum urðu
afföll langmest á græðlingum,
við allar þakningarmeðferðir, og
áttu þau afföll sér einkum stað á
fyrsta ári eftir gróðursetningu
(1. mynd). Á Sandlækjarmýri
komu vanhöld á öðrum plöntu-
gerðum (vorgömlum og árs-
gömlum bakkaplöntum) fram
síðar (eftir haustið 1993) og þá
einkum hjá plöntum sem gróð-
ursettar voru með heyþakningu
(sjá 1. mynd (a)). Á Markarfljóts-
aurum komu afföll hjá plöntu-
gerðum (einkum græðlingum og
vorgömlum bakkaplöntum) að
langmestu leyti fram á fyrsta ári
eftir gróðursetningu (1. mynd
(b)).
Áhrif tilraunastaðar,
þakningar og plöntugerðar
á hæð plantna 1992-95
Á öllu tímabilinu frá haustinu
1992 til hausts 1995 komu fram
mjög marktæk áhrif af tilrauna-
stað, þakningarmeðferð og
plöntugerð á hæð plantna, og
víxlverkun var einnig marktæk á
milli þakningarmeðferðar og til-
raunastaðar, og á milli plöntu-
gerðar og tilraunastaðar (Þ-með-
ferð x Staður og Pl-gerð x Staður).
Marktæk víxlverkun milli þakning-
armeðferðar og plöntugerðar (Þ-
meðferð x Pl.-gerð) kom fyrst
fram haustið 1994 og hélst mark-
tæktil hausts 1995 (sjá 4. töflu).
Breytingar á meðalhæð
plantna á tímabilinu frá vorinu
1992 til haustsins 1995 eru sýnd-
ar á 2. mynd. í Sandlækjarmýri
(mynd 2 (a)) kom hart næturfrost
þann 11. ágúst 1993. Urðu plönt-
ur, sem gróðursettar höfðu verið
í hey eða húsdýraáburð, einkum
Marktækur munur Sand- Markar-
milii plöntugeröa lækjar- fljóts-
(óháð þakningu) mýri aurar
Græðlingar c B
2ja mán. bakkaplöntur B B
1 árs bakkaplöntur A B
4ra ára beðplöntur A
—•— órættir græðlingar —1 árs bakkapl-
—o— 2ja mán. bakkapl. —4ra ára beðpl-
fyrir skakkaföllum af þess völd-
um. Kemur þetta glöggt fram
þegar hæð plantna er borin sam-
an haustið 1993 og vorið 1994 við
mismunandi þakningu (mynd
2(a)). Á Markarfljótsaurum varð
lítið vart skemmda af völdum
þessa næturfrosts. Hins vegar
sýnir 2. mynd (b) að hæð plantna
minnkaði eða stóð í stað allt til
vorsins 1994. Einkum varð mikið
hæðartap vegna skaraskemmda
fyrsta veturinn hjá 4-ára beð-
plöntum, þ.e. þeirri plöntugerð
sem var hæst (tæplega 1 m)
haustið áður. Aftur minnkuðu
plönturnar mikið veturinn 1994-
95. Ástæðu þess má e.t.v. rekja til
haustkals um mánaðamótin
september-október 1994.
56
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998