Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 64

Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 64
Með mykjuþakningu jókst gras, arfi og annað illgresi í kringum asparplöntur. Þótt ekki hafi verið mikið illgresi umhverfis plöntur þegar notuð var heyþakning, myndaði heyið lag á yfirborði jarðvegs sem líktist þéttum sinuflóka. Aðfaranótt 11. ágúst 1993 gerði hart næturfrost víða um Suður- land. í 2 m hæð mældist nætur- frost á veðurathugunarstöðinni að Jaðri í Hrunamannahreppi (-0,6 °C) og að Hjarðarlandi í Biskupstungum (-3,4 °C), og reikna má með að víða f Árnes- og Rangárvallasýslum hafi frost farið niður fyrir -10°C við jörð (Veðráttan 1993). f Gunnarsholti stöðvaðist vöxtur hjá þriggja ára gamalli alaskaösp frá og með þessari sömu nótt og frost- skemmdir urðu verulegar (Ara- dóttir m.fl. 1997). Einnig féllu kartöflugrös í görðum á sunnan- og vestanverðu landinu sömu nótt. í Sandlækjarmýri guldu sumar hinna ungu tilrauna- plantna afhroð í þessu frosti, en mikill munur kom fram eftir þakningarmeðferð. Þannig urðu nær engin afföll í viðmiðun og í svörtu plasti, lftil f mykju, en mik- il f heyþakningu. Skammt frá þessu tilraunasvæði er viðamikil klónatilraun frá sama ári. Þar hafði grasi verið eytt með úðun með Roundup™ fyrir gróðursetn- ingu (1992), en að öðru leyti hafði ekki verið hróflað við yfir- borðsgróðri með neins konar jarðvinnslu. Þar var því landið sem sinuflóki sumarið 1993, og urðu gífurleg afföll á nær öllum klónum f næturfrosti umrædda nótt (Aðalsteinn Sigurgeirsson og Sigvaldi Ásgeirsson, óbirt gögn). Segja má, að heyþakning- in í tilrauninni hafi sumarið 1993 haft sömu áhrif og þéttur sinu- flóki, þ.e. heyið myndaði hitaein- angrun milli andrúmslofts og jarðvegs. Þar sem svörður er op- inn eða þakinn svörtu plasti, geislar jörðin frá sér hita á heið- skírum, lygnum og köldum síð- sumarnóttum, og þessi hiti hækkar hitastig lofts rétt ofan við yfirborð jarðvegs. Slík hitastigs- hækkun verður miklu minni ofan við sinuflóka (og heyþakningu). Þetta skýrir hvers vegna frost- skemmdir og afföll komu aðal- lega fram í heyþakningunni eftir þessa frostnótt. larðvinnsla (eða jarðvinnsla og plastþakning) gegnir með öðrum orðum því hlutverki að draga úr hættu á skemmdum vegna næt- urfrosta, meðan asparplöntur eru Alaskaösp í plastþakningu á Markar- fljótsaurum sumarið 1994. Mynd: A.S. enn „að vaxa úr grasi". Tilrauna- svæðið í Sandlækjarmýri er í órœktaðri, nýlega framræstri mýri. Tegundasamsetning þar er mun líkari því, sem er á óframræstri mýri en í túni. Samkvæmt þeirri reynslu sem höfundar hafa fengið af ræktun alaskaaspar á túnum, má búast við að túngrös nái sér mun fyrr á strik á túnum en á óræktaðri mýri eftir jarðvinnslu, og að við slíkar aðstæður verði asparplöntur fljótlega ósam- keppnisfærar við þróttmiklar grastegundir. Því má ætla að notkun plastþakningar bæti ár- angur á túnum mun meir en hér kemur fram. í ræktuðum túnum geta grastegundir oft náð sér mjög fljótt á strik eftir jarð- vinnslu. Við þær aðstæður er rétt að mæla með notkun plastþakn- ingar til viðbótar við jarðvinnslu, bæði sem vörn gagnvart sam- keppnisgróðri og eins til þess að draga úr hættu á næturfrost- skemmdum. Að jafnaði var ekki mikill mun- ur á lifun hinna ýmsu plöntu- gerða á Markarfljótsaurum eftir þakningarmeðferð. Hins vegar bætti hvers kyns þakning vöxtinn verulega, einkum heyþakning. Af þessu sést, að á rýru landi og grófkorna, þar sem efstu senti- metrar jarðvegsins þorna fljótt í þurrkum, eins og á Markarfljóts- aurunum, er fremur að vænta ávinnings af þakningu heldur en á framræstri mýri, svo sem f Sandlækjarmýri. Val á plöntugerð við ræktun alaskaaspar Bein stunga órættra græðlinga á vaxtarstað er algeng og þaul- reynd aðferð við skógrækt alaska- aspar á heimaslóðum hennar f Norður-Ameríku (Radwan m.fl. 1987). í þessari tilraun reyndist 62 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.