Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 64
Með mykjuþakningu jókst gras,
arfi og annað illgresi í kringum
asparplöntur. Þótt ekki hafi verið
mikið illgresi umhverfis plöntur
þegar notuð var heyþakning,
myndaði heyið lag á yfirborði
jarðvegs sem líktist þéttum
sinuflóka.
Aðfaranótt 11. ágúst 1993 gerði
hart næturfrost víða um Suður-
land. í 2 m hæð mældist nætur-
frost á veðurathugunarstöðinni
að Jaðri í Hrunamannahreppi
(-0,6 °C) og að Hjarðarlandi í
Biskupstungum (-3,4 °C), og
reikna má með að víða f Árnes-
og Rangárvallasýslum hafi frost
farið niður fyrir -10°C við jörð
(Veðráttan 1993). f Gunnarsholti
stöðvaðist vöxtur hjá þriggja ára
gamalli alaskaösp frá og með
þessari sömu nótt og frost-
skemmdir urðu verulegar (Ara-
dóttir m.fl. 1997). Einnig féllu
kartöflugrös í görðum á sunnan-
og vestanverðu landinu sömu
nótt. í Sandlækjarmýri guldu
sumar hinna ungu tilrauna-
plantna afhroð í þessu frosti, en
mikill munur kom fram eftir
þakningarmeðferð. Þannig urðu
nær engin afföll í viðmiðun og í
svörtu plasti, lftil f mykju, en mik-
il f heyþakningu. Skammt frá
þessu tilraunasvæði er viðamikil
klónatilraun frá sama ári. Þar
hafði grasi verið eytt með úðun
með Roundup™ fyrir gróðursetn-
ingu (1992), en að öðru leyti
hafði ekki verið hróflað við yfir-
borðsgróðri með neins konar
jarðvinnslu. Þar var því landið
sem sinuflóki sumarið 1993, og
urðu gífurleg afföll á nær öllum
klónum f næturfrosti umrædda
nótt (Aðalsteinn Sigurgeirsson
og Sigvaldi Ásgeirsson, óbirt
gögn). Segja má, að heyþakning-
in í tilrauninni hafi sumarið 1993
haft sömu áhrif og þéttur sinu-
flóki, þ.e. heyið myndaði hitaein-
angrun milli andrúmslofts og
jarðvegs. Þar sem svörður er op-
inn eða þakinn svörtu plasti,
geislar jörðin frá sér hita á heið-
skírum, lygnum og köldum síð-
sumarnóttum, og þessi hiti
hækkar hitastig lofts rétt ofan við
yfirborð jarðvegs. Slík hitastigs-
hækkun verður miklu minni ofan
við sinuflóka (og heyþakningu).
Þetta skýrir hvers vegna frost-
skemmdir og afföll komu aðal-
lega fram í heyþakningunni eftir
þessa frostnótt.
larðvinnsla (eða jarðvinnsla og
plastþakning) gegnir með öðrum
orðum því hlutverki að draga úr
hættu á skemmdum vegna næt-
urfrosta, meðan asparplöntur eru
Alaskaösp í plastþakningu á Markar-
fljótsaurum sumarið 1994. Mynd: A.S.
enn „að vaxa úr grasi". Tilrauna-
svæðið í Sandlækjarmýri er í
órœktaðri, nýlega framræstri mýri.
Tegundasamsetning þar er mun
líkari því, sem er á óframræstri
mýri en í túni. Samkvæmt þeirri
reynslu sem höfundar hafa fengið
af ræktun alaskaaspar á túnum,
má búast við að túngrös nái sér
mun fyrr á strik á túnum en á
óræktaðri mýri eftir jarðvinnslu,
og að við slíkar aðstæður verði
asparplöntur fljótlega ósam-
keppnisfærar við þróttmiklar
grastegundir. Því má ætla að
notkun plastþakningar bæti ár-
angur á túnum mun meir en hér
kemur fram. í ræktuðum túnum
geta grastegundir oft náð sér
mjög fljótt á strik eftir jarð-
vinnslu. Við þær aðstæður er rétt
að mæla með notkun plastþakn-
ingar til viðbótar við jarðvinnslu,
bæði sem vörn gagnvart sam-
keppnisgróðri og eins til þess að
draga úr hættu á næturfrost-
skemmdum.
Að jafnaði var ekki mikill mun-
ur á lifun hinna ýmsu plöntu-
gerða á Markarfljótsaurum eftir
þakningarmeðferð. Hins vegar
bætti hvers kyns þakning vöxtinn
verulega, einkum heyþakning. Af
þessu sést, að á rýru landi og
grófkorna, þar sem efstu senti-
metrar jarðvegsins þorna fljótt í
þurrkum, eins og á Markarfljóts-
aurunum, er fremur að vænta
ávinnings af þakningu heldur en
á framræstri mýri, svo sem f
Sandlækjarmýri.
Val á plöntugerð við ræktun
alaskaaspar
Bein stunga órættra græðlinga á
vaxtarstað er algeng og þaul-
reynd aðferð við skógrækt alaska-
aspar á heimaslóðum hennar f
Norður-Ameríku (Radwan m.fl.
1987). í þessari tilraun reyndist
62
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998