Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 72
Ekki þarf að orðlengja, að sam-
koman var afarfjölsótt, jafnvel
kom fólk frá Norðurlandi, og þótti
takast hið besta. Austfirðingum
þótti mikið til koma að fá að sjá
og hlýða á þá landsþekktu menn,
sem þarna komu fram. Ef ég man
rétt, spilaði Svavar Benediktsson
fyrir dansinum á harmónikku sína,
en hann átti þá heima á Norðfirði.
Átti raunar eftir að verða frægari
en hann var þá. Hinar óvenjulegu
veitingar urðu svo vinsælar, að
heill tuddi var étinn upp strax á
laugardagskvöldið. Höfðu Valla-
menn þá snör handtök, felldu
annan stóran tudda um nóttina,
og var sá kominn á pönnuna um
hádegi á sunnudag!
Skógræktarfélag Austurlands
safnaði nýjum félagsmönnum og
varð vel ágengt. Mig minnir fast-
lega, að ég hafi þá gengið í félag-
ið. Á sunnudagsmorguninn var
gestum, sem vildu, boðið að
ganga um Mörkina, skoða
gróðrarstöðina og þann
fáséða trjágróður, sem
var að vaxa upp á svæðinu.
Nú skal staðar numið með frá-
sögu af þessari (Ifklega) fyrstu
útisamkomu, sem íslenskt skóg-
ræktarfélag gekkst fyrir, og þeirri
einu, sem mér er kunnugt um, að
Skógrækt ríkisins hafi átt hlut að.
En til er önnur heimild um
þessa júlídaga 1943 á Hallorms-
stað. Pálína Hermannsdóttir
hafði eignast myndavél og tók
nokkrar myndir af þeim mönnum,
sem hér hafa verið nefndir til
sögunnar, af litlu flugvélinni, sem
sótti foreldra hennar, og af Atla-
víkinni sjálfri.
Pálína hefir góðfúslega leyft
okkur að birta þessar myndir með
frásögninni hér, og kunnum við
henni miklar þakkir fyrir. Þær eru
skemmtileg og fróðleg heimild.
Kannski geta þær orðið upphaf
þess að birta við og við í þessu
riti frásagnir og myndir af við-
burðum í skógræktarhreyfingunni
á fyrri tíð.
VINNUVETTLINGAR
TIL FRAMTÍÐAR
O
o
o
SAHARA
VINNUVETTLINGAR
CjarÖ-píöntustöðin
við veg nr. 374 HVAMMUR
Tré, runnar, sumarblóm, fjölœr blóm'.
Sími 483 4840 Fax 483 4802
wC
70
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998