Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 85
SIGURÐUR BLÖNDAL
FYRR OG NU
Sitkagrenilundirnir
á Læk í Dýrafirði
/
Læk í Dýrafirði eru tveir
sitkagrenilundir, sem
eiga sér merkilega sögu.
Hún gerðist á fimmta áratug
þessarar aldar, þegar skógræktar-
hreyfingin á fslandi var að mót-
ast, en átti langt í land að verða
að hinni sterku grasrótarhreyf-
ingu, sem hún er nú.
Maðurinn bak við söguna, sem
hér verður sögð, hét Hjörleifur
Zófaníasson og átti heima á Læk
í Dýrafirði; var reyndar föðurbróð-
ir tveggja þekktra skógræktar-
manna íslenskra þessi árin:
Brynjólfs Jónssonar og Sæmund-
ar Þorvaldssonar. Á fullorðinsár-
um fluttist hann til Svíþjóðar, þar
sem hann lést fyrir fáum árum.
Árið 1994 svaraði hann þeirri
spurningu Brynjólfs frænda síns,
hver hefði verið kveikjan að
ahuga hans á skógrækt.
„Eitt var, þegar ég kom að
sunnan - það var 1936 - hafði
bróðir minn eignast pésa um
skógrækt. Myndir voru í þessum
bæklingi, sem sýndu, hve stór
tré gætu orðið og hve gömul.
Þetta kveikti hjá mér áhuga, auk
þess sem annað kom til: Trjá-
garðurinn Skrúður á næsta bæ.
Áhrifin frá honum voru áþreifan-
leg."
Nógu áþreifanleg til þess að
leiða af sér athafnir, sem nú eru
sýnilegar í tveimur sitkagreni-
lundum á Læk. Hér á eftir verður
sagt frá því, hvernig þeir urðu til.
Eldri lundurinn.
Eldri lundurinn stendurá frjó-
sömu graslendi við nátthaga
spölkorn frá bænum. Gróðursetn-
ingu hans má rekja til þess, að
sumarið 1943 vann Hjörleifur í
gróðrarstöð Skógræktar ríkisins í
Múlakoti hjá Einari E. Sæmund-
sen, skógarverði á Suðurlandi.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
83