Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 89
Stephánsson annaðist ræktun-
ina. Þarna voru ræktaðar nokkrar
erlendar trjátegundir, m.a. rauð-
greni. Fræ þess var fengið frá
Noregi, þar sem Sigurður Sig-
urðsson hafði stundað nám og
hrifist af skógræktarbylgjunni,
sem þá fór um Vestur-Noreg.
Enginn veit nánar um kvæmið.
I Minjasafnsgarðinum standa
nokkur rauðgrenitré, sem örugg-
lega eru meðal hinna elstu, sem
nú vaxa á íslandi. Þau eru talin
gróðursett um 1905. Frá svipuð-
um tíma gætu verið 4 rauðgreni-
tré í Grundarreitnum í Eyjafirði.
Elstu rauðgrenitrén á Hallorms-
stað voru gróðursett 1908, en
1998. Guðrún Kristinsdóttir minjavörð-
ur stendur hjá lerkitrénu.
mynd af þeim er í greinarstúf,
sem ég skrifa í þetta rit í sam-
bandi við grein Grétars Guð-
bergssonar.
Ármann heitinn Dalmannsson,
skógarvörður á Akureyri, birti
mynd af rauðgrenitrjánum í
Minjasafnsgarðinum (sem þá hét
Kirkjuhvolsgarður) íÁrsriti Skf.
íslands 1955 (bls. 13 og 15). Þá
voru tvö hin hæstu 9,05 m há.
Eðvarð Sigurgeirsson Ijósmynd-
ari tók þær myndir 18. mars 1955.
Hér birtist önnur þessara mynda
Eðvarðs.
í júlí 1998 bað ég Guðrúnu
Kristinsdóttur, forstöðukonu
Minjasafnsins, um að láta taka
myndir af þessum rauðgrenitrjám
og til þess fékk hún Hörð Geirs-
son, sem tók meðfylgjandi mynd
frá sama sjónarhorni og mynd
Eðvarðs frá 1955. Nú eru trén
13,45 og 13,50 m, skv. mælingu
Hallgríms Indriðasonar skóg-
tæknifræðings.
Á þeim 43 árum, sem eru milli
mælinganna, hafa trén hækkað
um 3,45 m, eða um 8 cm á ári að
meðaltali. Það er í sjálfu sér ekki
mikið, enda eru krónurnar orðnar
dálítið kollóttar á yngri myndinni.
En vöxtur rauðgrenis er ekki
meiri en þetta í fjaliaskóginum í
Skandinavíu.
Á báðum myndunum sjást tvö
lerkitré hægra megin við greni-
trén. Og takið eftir, að tröppurnar
og bekkurinn eru til vitnis um, að
samanburðurinn sé réttur!
Ljóðabókin
„I garbi konu minnar"
eftir skógræktarmanninn og
skáldiö Gubjón Sveinsson á
Mánabergi er tileinkuð öllu
skógræktarfólki. Fallega
myndskreytt af listakonunni
Maríettu Maissen. Tilvalin
jólagjöf. Verð aðeins kr. 1.500
til félagsmanna skógræktar-
félaga. Pöntunarsími
V
475-6633 eða 551-8150
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
87