Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 101
Úr skrúðgarðinum á Húsavík.
IV.
Þar sem ég minntist á það í
2. kafla þessarar ritgerðar, hve
núverandi félagar Skógræktarfé-
lags Húsavíkur sýndu okkur, sem
stofnuðum félagið 1943, mikla
þökk, virðingu og sóma laugar-
daginn 22. júlí sl., væri ekki óvið-
eigandi að ég segði að lokum í
sem allra stystu máli frá upphafi
stofnunar félagsins og hvernig
ástatt var f ræktunar- og um-
gengnismálum á Húsavík, er ég
kom þangað sem skólastjóri
haustið 1940.
Ég hafði alist upp í anda ung-
mennafélaganna austur f Öxar-
firði á miklu menningarheimili,
Skógum, þar í sveit. Móðir mín
var mikil ræktunarkona, sem
komið hafði sér upp einkar falleg-
um blóma- ogtrjágarði sunnan
við íbúðarhúsið stóra, þegar ég
var 8 eða 9 ára gamall. Og þar
átti ég með henni margar
ógleymanlegar stundir á uppvaxt-
arárunum við að hjálpa henni í
garðinum eftir bestu getu. Og svo
stofnuðum við ungmennafélag í
sveitinni og unnum þar töluvert
að skógrækt og grisjun, auk
margvíslegra þroskandi félags-
starfa.
Ungmennafélögin voru þá ný-
lega komin til íslands, frábær
heillasending frá Noregi, sem átti
eftir að valda ómetanlega já-
kvæðri breytingu íþjóðlffi Islend-
inga um land allt undir kjörorð-
inu íslandi allt, ræktun lands og lýðs.
Ég var einn af þeim fjölmörgu,
sem varð gagntekinn af anda
ungmennafélaganna og ákvað
fljótt að vinna eftir bestu getu
samkvæmt hugsjónum þeirra, -
ræktun lands og lýðs, ef mér
entist líf og heilsa.
Kannski má því segja, að við
ungmennafélagar höfum haft
næmara og gleggra auga fyrir
ræktun og umgengni en aðrir,
sem ekki störfuðu þar.
Þegar til Húsavíkur kom og ég
hafði að nokkrum tíma liðnum
kynnt mér aðstæður og um-
gengni í þorpinu, sá ég fljótt að
æskilegt væri að breyta þar sem
fyrst ýmsu til bóta. Það ætti að
vera auðvelt, ef fólkið, sem þar
bjó, fengist til að sameinast um
það.
Ég nefni hér aðeins það helsta
sem varð nokkru sfðar til þess, að
þrír ágætir félagar, sem ég kynnt-
ist fljótt og allir ólust upp í anda
ungmennafélaganna eins og ég,
fóru öðru hverju að tala um það
að stofna skógræktarfélag til að
auka gróður og færa sitthvað
fleira í betra horf hér í þorpinu.
Árið 1940 var Húsavík algjör
sameining af sjávar- og landbún-
aðarþorpi. Flestir heimilisfeður
áttu árabát og trillu og reru til
fiskjar þegar gaf á sjó, en hugs-
uðu annars um kindur sfnar og
kýr. Svo að segja hvert heimili
átti nokkrar kindur og eina eða
tvær kýr, sem hafðar voru flestar í
kofum við heimilið, eða nærri
þvf. Og sumir höfðu meira að
segja kúna íkjallara íbúðarhúsa
sinna, eins og áður fyrr öldum
saman.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
99