Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 106
ánægju. Voru því víða í vexti og
vaxnir upp umfangsmiklir og há-
vaxnir skógar, sem börn og ung-
lingar höfðu gróðursett.
Ég varð að sjálfsögðu mjög
hrifinn af þessu og ákveðinn í að
kynna þetta strax heima og
hvetja ákveðið til, að fræðsluyfir-
völd okkar gæfu sem fyrst heim-
ild til hins sama: að elstu börn
og unglingar fengju að vinna einn
fagran vordag að gróðursetningu
með umsjón kennara sinna. Allir
nemendur munu áreiðanlega
fagna því og eiga þannig drjúgan
þátt í að klæða landið skógi.
Um þetta skrifaði ég í blöð og
tímarit og hvatti til, að yfirvöld
lögfestu þetta leyfi sem fyrst. Og
gróðursetninguna gerði ég í óleyfi
yfirvalda, án þess að að því væri
fundið, og hélt því síðan áfram í
vaxandi mæli í 12 ár, eða til 1960,
er ég varð að fara frá Húsavík.
Þessi gróðursetning mín með
börnunum 1948 er líka merkileg
að þvf leyti, að ég er þarna einn
af fyrstu skólastjórum, - ef ekki
sá allra fyrsti, - sem tek þarna án
leyfis einn kennsludag til gróður-
setningar með elstu börnum
skólans.
Ég man ekki nú með vissu,
hvenær þetta leyfi fékkst hjá
fræðsluyfirvöldum, það eru að-
eins tiltölulega fá ár síðan. „En
betra er seint en aldrei", eins og
einn af ágætum talsháttum okkar
segir. Og þetta var vissulega mik-
ill sigur, sem ég vona að allir
skólar noti sér nú. Okkar ágæti
forseti á þar stóran hlut að máli.
Upp frá þessu var alltaf töluvert
miklu plantað næstu vorin, áreið-
anlega ekki færri en 2 til 3 þúsund
plöntum. En langmest voru það
félagsmenn, börn og kennarar,
sem unnu það verk. Almennur
áhugi á Húsavík var enn ekki vakn-
aður, en það leið nú senn að því.
Snemma á árinu 1952 ákvað
skógræktarfélagið að stækka girð-
inguna töluvert til vesturs og fékk
strax leyfi hreppsnefndar tii þess.
Girðingarefni höfðum við þá
þegar fengið.
Dagana 10. til 17. júlí 1952 unnu
svo nokkrir skógræktarfélagar að
stækkun girðingarinnar og luku þá
verkinu og einnig endurbótum á
þeirri eldri. Mun þá girðingin hafa
verið orðin um 3,5 kílómetrar að
lengd. Sigurður stjórnaði verkinu
eins og fyrr, og auðvitað unnu allir
það í sjálfboðavinnu. Áhugi þeirra
var alltaf sá sami.
Að þessu loknu hafði nú skóg-
ræktarfélagið mun meira og betra
friðað land en fyrrtil umráða. Kom
þá fljótt fram sú hugmynd meðal
stjórnarmanna að skrifa formönn-
um allra félaga í bænum, segja
þeim ítarlega frá framkvæmdum
félagsins og bjóða þeim ákveðinn
reit í girðingunni til gróðursetn-
ingar og eignar. Töldum við líklegt,
að það kynni að geta vakið áhuga
einhverra þeirra og e.t.v. fleiri að
koma til liðs við okkur þessa örfáu
ræktunarmenn.
Ritara var falið að skrifa þetta
bréf, sem hann vandaði vel og
sendi sem fyrst. Það fylgir hér
með fjölritað. Þetta var annað
bréfið, sem skógræktarfélagið
skrifaði Húsvíkingum um þessi
mál. Hið fyrra var ritað 1944, þeg-
ar hreppsnefndin hafði ieyft okk-
ur að girða og friða landið kring-
um Botnsvatn. Því bréfi svaraði
enginn einasti maður, eins og ég
mun hafa drepið á fyrr. Þá var
enn engin ástæða til, að dómi
Húsvíkinga, að gera neitt í rækt-
unar- og friðunarmálum þeirra.
Síðara bréfið, skrifað vorið
1952, sem ég drap á áðan, bar
hins vegar mikinn og glæsilegan
árangur okkur til óvæntrar en
óblandinnar gleði. Þrjú félög
þáðu að eignast plöntunarreit í
girðingunni: kvenfélagið, Rotary-
félagið og skátafélagið, og nokkrir
ófélagsbundnir lofuðu gróður-
setningu. Bar þetta glöggt vitni
um það, að Húsvíkingar voru
loksins að vakna f þessum mál-
um eftir 8 ára svefn.
Nokkrum dögum seinna fóru
svo nær 30 manns upp eftir og
unnu að gróðursetningu f tvo
daga, félög f sína reiti og skóia-
börn og kennarar í sinn. Veður var
hið besta og allir unnu að þessu
með mikilli ánægju og gerðu sér
öðru hverju ýmislegt til gamans.
Svo sem nærri má geta var þessa
daga plantað fleiri plöntum en
nokkru sinni fyrr, og menn ættu
að geta fmyndað sér, hve gleði
okkar og hamingja var mikil,
þessara fáu áhugamanna skóg-
ræktarfélagsins, sem alltaf voru
ákveðnir í að gefast aldrei upp.
Næstu vorin unnu svo alltaf
margir Húsvíkingar að gróður-
setningu í girðingunni okkar, eins
og við höfðum ávallt stefnt að.
Og hér get ég raunar gjarna
lokið frásögn minni af þessum
fyrstu vakningartilraunum fárra
stjórnarmanna Skógræktarfélags
Húsavíkur, þó að margt hefði ver-
ið hægt að segja miklu nánar.
Þeir höfðu að lokum unnið sigur,
eins og þeir ætluðu sér ailtaf að
gera. Og á árunum 1952 til 1960,
þegar ég varð að hverfa frá Húsa-
vík, eins og fyrr getur, voru Hús-
vfkingar almennt vaknaðir í þess-
um aðaláhugamálum okkar:
ræktunar-, umgengnis-, lóðafrið-
unar- og skrúðgarðsmálum, og
margir búnir að koma sér upp
fallegum heimiiisgörðum.
Og það er alveg einstök ánægja
að mega segja að lokum, að eftir
þetta hefur skógræktarfélagið í
samstarfi með nýjum, einstökum
áhugamönnum, sem komu fram
nokkru síðar, haldið uppi starfi
frumherjanna fáu með svo frá-
bærum árangri, að það vekur
þjóðarathygli og aðdáun, eins og
drepið var á í upphafi þessarar
greinar.
Húsavfk er nú vissulega orðin,
eftir 35 ár, einn alira fegursti um-
gengnis- og trjáræktarbær á
íslandi. Kannski fögnum við Þórir
Friðgeirsson þvf fremur en nokkr-
ir aðrir.
104
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998