Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 111
Áárunum 1987-1990 skoðaði
Knud Hauerslev tannlæknir og
sveppafræðingur f Kaupmanna-
höfn flestöll sýni af hlaupsvepp-
um og vanfönungum í sveppa-
söfnum Náttúrufræðistofnunar
Norðurlands og Botanisk Muse-
um í Kaupmannahöfn. Henning
Knudsen sveppafræðingur og
safnvörður við Botanisk Museum
veitti mikilvæga aðstoð við þessa
greiningarvinnu, og nafngreindi
eða staðfesti greiningar á all-
nokkrum sýnum. Vil ég hérmeð
koma á framfæri þökkum til
þeirra, fyrir þessa ómetanlegu
aðstoð.
í samvinnu við Knud Hauerslev
ritaði ég síðan grein á ensku, árið
1995, um þessa sveppaflokka
(Lignicolous Jelly Fungi and Aphyll-
ophorales in lceland) í tímaritið Acta
botanica islandica, sem gefið er út
af Náttúrufræðistofnun íslands á
Akureyri. Þar er getið um öll sýni
viðkomandi tegundar, sem þekkt
voru í söfnum, og hvar og hvenær
þeim var safnað, einnig hvenær
tegundar var fyrst getið frá ís-
landi o.fl. Er sú ritsmíð grund-
völlur þess sem hér fer á eftir,
varðandi þessa sveppaflokka. Hér
verður þetta efni þó tekið öðrum
tökum, og meira ritað um þær
tegundir sem algengar eru eða
mikilvægar teljast vegna skógar-
búskapar eða skógræktar. Þá
verður tegundum og flokkum
stuttlega lýst.
Þar sem ekki voru tök á að út-
vega frummyndir af öllum fs-
lensku tegundunum (og takmark-
að hvað hægt var að birta af þeim
hér), er vísað til mynda í erlend-
um sveppabókum aftan við sum-
ar tegundalýsingarnar. Mest er
vfsað til bókarinnar Pilze der
Schweiz (Fungi of Switzerland), eftir).
Breitenbach og F.Kranzlin. Band 2-4.
1. útg. Luzern 1986-1995 |B&K
ll-IV], sem inniheldur ágætar
ljósmyndir f litum af nær öllum
fslenskum tegundum sem hér er
getið, og auk þess teikningar af
smásæjum einkennum og grein-
argóðar lýsingar. Einnig er vísað
til mynda í sænsku sveppaflór-
unni: Svampar - En falthandbok, eftir
Svengunnar Ryman og Ingmar
Homásen, 2. útg. Stokkhólmi 1986
[R&H).
Kerfi kólfsveppa hefur verið í
mikilli umsköpun undanfarin ár
og áratugi, og á það alveg sér-
staklega við þá flokka sem hér
verður aðallega fjallað um. Lengi
hefur tíðkast að skipta hinum
stærri kólfsveppum í 4 aðalflokka:
hlaupsveppi, vanfönungasveppi, beig-
sveppi og hattsveppi. Þessi hefð-
bundna skipting er aðallega mið-
uð við lögun sveppaldina og
áferð, og er því auðveld f notkun.
Nú hefur þessum hefðbundnu
flokkum verið skipt upp í marga
bálka (ættbálka) og fjölda ætta.
í nýjasta yfirlitsriti um norræna
sveppi (Nordic Macromycetes,
Vol 3. Khöfn 1997) eru þannig
taldir 43 bálkar, 105 ættir og 450
kvíslir (ættkvíslir) af fyrstu flokk-
unum þremur. Hattsveppir eru
hins vegar aðeins taldir vera af
4-5 bálkum. Þessi nýja skipting
byggist að langmestu leyti á smá-
sæjum (og erfða- eða efnafræði-
legum) einkennum, sem oft er
torvelt að lýsa, og hefur heldur
ekki mikla þýðingu í greinum fyrir
almenning. Hér er sá kostur val-
inn, að flokka tegundirnar í bálka,
en síðan í hina hefðbundnu
flokka. Þá ber ekki að skoða sem
kerfiseiningar, og hafa því ekki
viðurkennd fræðiheiti lengur, en
eru í stað þeirra oft nefndir ensk-
um heitum.
Hlaupsveppir
(Heterobasidioid fungi)
Hlaupsveppir hafa hlaupkennd
aldin, eins og nafnið bendirtil,
einkum við hæfilegan raka, en í
þurrkum þorna aldinin og
skreppa saman, verða hörð eða
brjóskkennd og lítið áberandi. í
röku ástandi eru þau oft með
nokkuð skærum litum og ýmis-
lega löguð, oft sem dropar, dopp-
ur eða óreglulegar beðjur, en
stundum sem blöð eða horn.
Kólfarnir eru í hlaupinu á yfir-
borði aldinsins. Þeir eru ýmislega
lagaðir, oftast skiptir þvers eða
langs, og því er þessi flokkur
einnig nefndur brolkóifungar, en
aðrir kólfsveppir hafa yfirleitt
óskipta kólfa.
Hlaupsveppir lifa yfirleitt sem
rotverur á fúnum trjáviði, og sjást
oft á dauðum greinum lifandi
trjáa.
Samkvæmt nýjustu heimildum
.skiptast hlaupsveppir nú í átta
bálka, og eiga fimm þeirra ein-
hvern fulltrúa hér á landi. Þeir
eru af jafnmörgum ættum, með
um 10 tegundum alls. Hérverður
bálkum eða ættum ekki lýst,
enda er lítill sýnilegur munur á
þeim.
Dacryomycetales -
Táradoppubálkur
Dacryomycetaceae -
Táradoppuætt
Dacryomyces stillatus - Tara-
doppa.
Myndar 1-3 mm breiðar, rauð-
gular, dropalaga doppur, á yfir-
borði viðarins, sem oft tengjast
saman ef þær vaxa þétt. Þær eru
hlaup- eða slímkenndar í röku
veðri, en harðna íþurrki. (3. mynd)
Algengur um land allt, bæði á birki
og barrviði, einkum á timbri sem er
byrjað að fúna. Sumir telja þau eintök
sem vaxa á lauftrjám vera aðskilda teg-
und: D. lacrymalis eða D. deliquescens. Er
haldinn vera skaðlegur fúasveppur í ytri
timburklæðningum húsa. (Sjá grein eft-
ir Sigurbjörn Einarsson í Náttúrufræð-
ingnum 1992).
Femsjonia pezizaeformis myndar
skærgul, hnoða-eða bikarlaga aldin,
5-10 mm í þvermál. Vex á dauðum
birkigreinum og fauskum. Aðeins þekkt-
ur úr Egilsstaðaskógi hérlendis, en þar
er hann algengur. (4. mynd)
Ditiola radicata |Mynd: R&H, 70) er
lík tegund, sem myndar tannlaga rót
inn í viðinn, hefur aðeins fundist á inn-
fiuttum barrviði á Akureyri, og Calocera
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
109