Skógræktarritið - 15.12.1998, Side 117
Peniophora laurenti er náskyld tegund,
fundin á birki á Egilsstöðum. Hún er
nánast eins í útliti, en er aðskilin á
smásæjum einkennum. (13. mynd)
Stereum hirsutum - Strýsftinni.
Er mjög svipaður purpura-
skinna, en með grófari hárum, og
greinilegri beltum. Börðin eru oft
þaklögð, gul- eða grábrún að of-
anverðu, oftast með gulri egg, og
neðra borðið gult eða rauðgult f
fyrstu, en verður síðan gulbrúnt
eða brúnt, aldrei purpuralitt eða
fjólublátt, og engin greinileg
miðlína sést íþverskurði. jMynd
B&K II, 200|
Vex hér eingöngu á birkistubbum.
Fundinn á Hallormsstað og í Vagla-
skógi, líklega einnig á Akureyri, fágætur.
Eldri heimildir geta oft um þessa teg-
und, en viðkomandi sýni hafa oftast
reynst vera Stereum rugosum.
Stereum rugosum - Skorpuskinni.
Aldinið leður-korkkennt, allt
að 10 cm f þvm. og 1-2 mm á
þykkt, oftast skóflaga og fastvax-
ið undirlaginu, nema jaðrar
brettast oft upp með aldri, svo
það getur orðið disklaga, en
nnyndar aldrei nein teljandi börð.
Aldinið er margært, þykknar og
verður lagskipt með árunum. Á
ungum eintökum er jaðarinn
ljósbrúnn og lóhærður, en verður
síðan dökkur og hárlaus. Yfir-
borðið (gróbeðurinn) oftast
hnökrótt-vörtótt, matt, oft
sprungið á gömlum aldinum,
grátt eða gulgrátt í fyrstu en síð-
an ýmislega brúnt, og verður
dumbrautt við hnjask eða nudd.
(14.-16. mynd)
14. mynd. Skorpuskinni (Slereum rugos-
un>) á birkifausk í Mörkinni á Hallorms-
stað 1988. L|ósm. höf.
15. mynd. Skorpuskinni (Stereum rugos-
um) á gömlu en lifandi birkitré í Vagla-
skógi 1962. Liósm.höf.
16. mynd. Skorpuskinni (Stereum rugos-
um) á fúnum birkistaurum á Droplaug-
arstöðum á Héraði 1989. Ljósm. höf.
SKÓGRÆKTARRiTIÐ 1998
115